Rocky Mountain-þjóðgarðurinn

Rocky Mountain-þjóðgarðurinn (enska: Rocky Mountain National Park) er þjóðgarður í Colorado í Bandaríkjunum. Hann er í Klettafjöllum, tæpa 80 km frá borginni Denver og var stofnaður árið 1915. Stærð hans eru 1074 ferkílómetrar. Þjóðgarðurinn er einn af hæstu þjóðgörðum landsins en hann er frá um 2400 - 4350 metrum. Sextíu toppar fara yfir 3700 metra. Uppruni Coloradofljóts er í fjöllum þjóðgarðsins. Meðal barrtrjáa sem vaxa á svæðinu eru degli, stafafura, fjallaþinur,blágreni og broddgreni. Ýmis spendýr lifa þar eins og stórhyrningur, svartbjörn, bjór, fjallaljón og vapítihjörtur. Trail Ridge Road er hæsti þjóðvegur Bandaríkjanna og nær yfir 3700 metra hæð. Þjóðgarðurinn er með fimm þjónustukjarna. Ýmsir þjóðskógar eiga landamæri að honum.

Kort.
Longs Peak.
Trail Ridge Road.
Hallet Peak.
Odessa Lake .
Nöturösp og blágreni.


Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Rocky Mountain National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1.des. 2016.