Sameining Ítalíu

(Endurbeint frá Risorgimento)

Sameining Ítalíu (ítalska: Risorgimento, bókst. „endurreisn“) er heiti á þeim atburðum í sögu Ítalíu sem leiddu til þess að öll ríkin sunnan Alpafjalla sameinuðust í eitt ríki: Ítalíu. Þetta ferli er venjulega talið ná frá lokum Napóleonsstyrjaldanna með Vínarþinginu 1815 til 1870 þegar fransk-prússneska stríðið hófst og ítalska konungsríkið, stofnað árið 1861, gat lagt Róm undir sig. Róm var þó ekki gerð að höfuðborg fyrr en árið eftir.

Kort sem sýnir hvenær hver hluti Ítalíu varð hluti af ríkinu.

Síðustu héruðin sem urðu hlutar Ítalíu voru Tríeste og Trentó sem Ítalir lögðu undir sig í fyrri heimsstyrjöldinni.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.