Heiðaflóki (fræðiheiti: Rhododendron groenlandicum (áður Ledum groenlandicum eða Ledum latifolium),[1] er sígrænn, ilmandi runni með hvítum blómum sem er oft notaður í jurtate.

Heiðaflóki

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Undirætt: Ericoideae
Ættflokkur: Rhodoreae
Ættkvísl: Rhododendron
Undirættkvísl: Rhododendron
Geiri: Rhododendron
Tegund:
R. groenlandicum

Tvínefni
Rhododendron groenlandicum
(Oeder) Kron & Judd
Samheiti
  • Ledum groenlandicum Oeder
  • Ledum palustre subsp. groenlandicum (Oeder) Hultén

Lýsing

breyta

Þetta er lágvaxinn runni sem verður yfirleitt að 50 sm hár (einstaka sinnum að 2m hár), með sígrænum 20 til 60 mm löngum og 2 til 15 mm breiðum blöðum. Leðurkennd blöðin eru krumpuð að ofan, dökkgræn, og með þétta hvíta til rauðbrúna hæringu að neðan, niðursveigð á jöðrunum. Smá hvít blómin eru mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum, allt að 5 sm í þvermál. Þau eru mjög ilmandi og klístruð.[2]

Litningatalan er 2n = 26.[3]

Grænlenska heitið Qajaasaraq sem er notað yfir tegundina vísar til lögunar blaðanna: "litla" (-araq) "eins og" (-sa-) "kajak" (qajaq).

 
Ledum latifolium teiknuð af William Miller

Útbreiðsla

breyta

Hann finnst tempruðum til heimskautasvæðum Norður-Ameríku (Allsstaðar í Kanada, í Bandaríkjunum í eftirfarandi fylkjum; New England, New York, Pennsylvania, Michigan, Wisconsin, Minnesota, Idaho, Washington, Oregon og Alaska) og í Grænlandi. Hann vex í mýrum og á blautum ströndum, og stundum á grýttum fjallahlíðum.[4]

Nytjar

breyta

Hann er oft notaður sem krydd í réttum með villibráð.

Fyrir notkun í jurtalækningar skal vísað í Labrador-te.

Safinn úr blöðunum hefur einnig verið notaður gegn moskítóbiti.[5]

Tegundin er lítið eitt ræktuð til skrauts í görðum.

Tilvísanir

breyta
  1. Kron, Kathleen Anne; Judd (1990). „Phylogenetic Relationships within the Rhodoreae (Ericaceae) with Specific Comments on the Placement of Ledum“. Systematic Botany. 15 (1): 67. doi:10.2307/2419016.
  2. Peterson, R. T. and McKenny, M. A Field Guide to Wildflowers Northeastern and North-central North America.
  3. Erich Oberdorfer: Pflanzensoziologische Exkursionsflora für Deutschland und angrenzende Gebiete. Unter Mitarbeit von Angelika Schwabe und Theo Müller. 8., stark überarbeitete und ergänzte Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart (Hohenheim) 2001, ISBN 3-8001-3131-5, bls. 730.
  4. „Rhododendron groenlandicum“. Systematic Botany. Flora of North America. 15: 460. 1990. doi:10.2307/2419016. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2017. Sótt 11. janúar 2019.
  5. „So halten Sie die Mücken aus“.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.