Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra er leikin íslensk gamanmynd í fullri lengd eftir Óskar Gíslason. Leikstjóri var Ævar Kvaran. Kvikmyndin fjallar um Bakkabræður sem komast í kynni við þrjár stúlkur úr Reykjavík. Þær bjóða þeim að heimsækja sig í borgina. Þeir aka þangað á gömlum traktor og lenda í vandræðum í umferðinni í borginni. Loks komast þeir heim til stúlknanna þar sem þeir reyna meðal annars að strokka smjör í þvottavél. Ævintýrið endar með því að þeir sjá stúlkurnar á leikæfingu í Þjóðleikhúsinu, halda að það sem gerist á sviðinu sé raunverulegt og reyna að bjarga þeim, með þeim afleiðingum að þeim er hent út með harðri hendi.

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra
Auglýsing úr Morgunblaðinu
LeikstjóriÆvar Kvaran
HandritshöfundurLoftur Guðmundsson
FramleiðandiÓskar Gíslason
Leikarar
Frumsýning19. október, 1951
Tungumálíslenska

Kvikmyndin var sýnd í Stjörnubíói við Laugaveg og önnur stutt kvikmynd eftir Óskar, Töfraflaskan, sýnd með sem aukamynd.

Tenglar breyta

   Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.