Jón Gíslason
skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og þýðandi
- Getur líka átt við Jón Gíslason, póstfulltrúa og fræðimann.
Dr. Jón Gíslason (23. febrúar 1909 – 16. janúar 1980) var skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og mikilsvirtur þýðandi. Hann þýddi t.d. nokkra af grísku harmleikjunum í óbundnu máli, s.s. Persa, Sjö gegn Þebu, Prómeþeif fjötraðan, Agamemnon, Dreypifórnfærendur og Refsinornir eftir Æskýlos, Ödípús konung, Ödípús í Kólonos og Antígónu eftir Sófókles og Medeu, Hippolýtos og Alkestis eftir Evripídes. Hann skrifaði einnig bók um gríska goðafræði sem nefndist Goðafræði Grikkja og Rómverja: forsögualdir, trúarbragðaþróun, guðir og hetjur og kom fyrst út árið 1944.
Tenglar
breyta- Dr. Jón Gíslason; minningargreinar í Morgunblaðinu 1980
- Evrípídes og Sófókles; grein í Morgunblaðinu 1975
Greinar eftir Jón Gíslason