Refasmári
Refasmári eða lúserna (fræðiheiti: Medicago sativa) er fjölær belgjurt af ertublómaætt sem gjarnan er ræktuð sem fóður fyrir nautgripi, hross, sauðfé og geitur. Það er auðverkanlegt sem hey.
Refasmári | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blátt afbrigði (ssp. sativa)
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Medicago sativa L. | ||||||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||||||
Medicago sativa ssp. ambigua(Trautv.) Tutin |
Refasmári gerir kröfur um djúpan jarðveg þar sem rótakerfið getur teygt sig í allt að 4,5 metra dýpt. Ofanjarðar verður hann gjarnan metershár og endist í 3 til 12 ár í túni, allt eftir veðurfari. Eins og aðrar belgjurtir lifir refasmári í samlífi með rótarbakteríum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu og nýtist það plöntunni til vaxtar. Algengt er að Sinorhizobium meliloti lifi á rótum refasmára.
Refasmári er mest ræktaður í Bandaríkjunum en stærstu ræktunarsvæðin eru Kalifornía, Suður-Dakóta og Wisconsin.
Spírur refasmára eru ætar og bera hnetukeim. Þær eru notaðar í salöt og á samlokur.