Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir (f. 30. júlí 1990) er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ragnhildur er fædd í Reykjavík og foreldrar hennar eru Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir skáld og kennari og Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi alþingismaður og rektor Háskólans á Bifröst. Ragnhildur Alda er í hjónabandi með Einari Friðrikssyni lækni og á einn son.
Hún er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í þjónustustjórnun frá sama skóla. Hún hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður rannsakenda við Háskóla Íslands, flugfreyja hjá Icelandair, innheimtufulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík og förðunarfræðingur í Body Shop.
Kjörtímabilið 2018-2022 var hún fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Í prófkjöri flokksins í mars árið 2022 gaf hún kost á sér í oddvitasætið á lista flokksins og hafnaði í öðru sæti og er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Vb.is, „Ragnhildur Alda býður sig fram gegn Hildi“ (skoðað 6. júlí 2021)