Rafmótstaða
Rafmótstaða (enska: electrical resistance), oftast kölluð (raf)viðnám, er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum, mæld í SI grunneiningunni ohm. Viðnám veldur spennufalli í rafrás og er yfirleitt fasti í rafrásum, en er þó háð hita leiðarans. Orðið viðnám (enska: resistor) er líka notað um íhluti, sem valda rafmótstöðu í rafrás.
Rafleiðni er umhverfa viðnáms og lýsir eiginleika hlutar við að flytja rafstraum.
Skilgreining
breytaEf rafleiðari ber einsleitan jafnstraum má reikna rafmótstöðu með eftirfarandi jöfnu:
þar sem
- l er lengd leiðara,
- A er þverskurðarflatarmál hans og
- ρ eðlisviðnám.
Rafmótstaða í riðstraumsrás kallast samviðnám og er summa raun- og launviðnáms rásarinnar. Í jafnstraumsrás er launviðnám núll, þ.a. rafviðnám er eingöngu raunviðnám.
Ohmslögmál gefur samband rafspennu, V, rafstraums I og rafmótstöðu R í rafrás með jöfnunni V = IR. Ofurleiðari hefur enga rafmótstöðu.