Rafsegulmagn kallast víxlverkun rafsegulsviðs við efni, sem hefur rafhleðslu eða segulmagn.

Rafsegulsvið spólu.

Þótt raf- og segulkraftar hljómi nokkuð framandi þá eiga næstum allir atburðir sem við upplifum í daglegu lífi (fyrir utan þyngdarkraftinn) upptök sín í rafsegulfræði. Kraftarnir á milli atóma, þar á meðal aðdráttarkrafturinn á milli atóma í fast efni sem veldur því að efni stífnar, eru meira eða minna rafsegulkraftar. Einnig allir stærri kraftar eins og núningskraftar eiga rætur sínar að rekja til rafsegulkraftsins, maður þarf bara að skoða kerfið nógu smátt. Litirnir sem við sjáum frá öllum hlutum eru ljós með mismunandi bylgjulengdir og hægt er að lýsa ljósi sem rafsegulbylgjum sem eru truflanir á rafsegulsviðinu. Þarna sést að mikil þörf er á því að skilja rafsegulfræðina.

Kenningar rafsegulfræðinnar breyta

Klassísk rafsegulfræði var þróuð af nokkrum eðlisfræðingum á 19. öld, og náði hápunkti í vinnu James Clerk Maxwell sem sameinaði fyrri kenningar í eina kenningu og komst að rafseguleiginleikum ljóss. Klassísk rafsegulfræði lýsir hegðun rafsegulsviðsins með jöfnum sem kallast jöfnur Maxwells. Krafturinn, sem rafsegulsviðið virkar á rafhlaðna ögn með, kallast Lorentzkraftur.

Árið 1940 var lokið við að sameina skammtafræði og rafsegulfræði og kallast sú kenning skammtarafsegulfræði (enska Quantum electrodynamics, skammstafað QED (ekki skal ruglað saman við QED í stærðfræði).

Tengill breyta

   Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.