Pönk

Tónlistarstefna
(Endurbeint frá Punk)

Pönk, einnig kallað ræflarokk eða paunk á íslensku, er tónlistarstefna sem fram kom á 8. áratug 20. aldar. Pönk tónlistin einkennist af mjög hrárri og einfaldri spilamennsku, jafnvel falskri. Í kringum tónlistina þróaðist mjög andfélagsleg menning sem fram kom í klæðnaði og lifnaðarháttum. Klæðnaðurinn samanstóð aftast af rifnum, sundurlausum og oft notuðum fatnaði en lifnaðarhættirnir niðurrífandi og áhangendur tónlistarinnar almennt andfélagslegir.

Sex Pistols í Paradiso klúbbnum í Amsterdam með söngvara hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, í fararbroddi og gítarleikarann Steve Jones í bakgrunni.

Pönktónlistin

breyta
 
Iggy Pop á tónleikum 1977, en hann hefur oft verið kallaður guðfaðir pönksinns.

Ræturnar

breyta

Rætur pönktónlistarinnar liggja í bandarískum hljómsveitum og tónlistarmönnum sem fram komu í kringum 1970, eins og The Velvet Underground, Iggy Pop and the Stooges og Patti Smith sem dæmi.

Upphafið

breyta

En almennt er talað um að pönkið komi fram fyrir alvöru á árunum 1974 - 1976 með hljómsveitum eins og Sex Pistols, The Clash and The Damned í London og Television og the Ramones í New York.

Meðal þekktra íslenskra pönkhljómsveita eru Fræbbblarnir, Utangarðsmenn, Tappi tíkarrass, Purrkur Pillnikk og Q4U.

Pönk menningin

breyta

Pönk menninginn var ekki bara andfélagsleg því eitt hennar aðaleinkenni var að gera hlutina sjálfur (e. do it your self eða DIY) frekar en láta þjóðfélagið og stórfyrirtæki stýra hlutunum. Það spruttu upp einyrkja plötu-, bóka- og tímaritaútgáfur, klúbbar og verslanir sem áhangendur tónlistarinnar stýrðu sjálfir. Á Íslandi var það plötuverslunin Grammið og útgáfufyrirtæki með sama nafni sem var helsta driffjöðurinn í starfsemi. Margir pönkarar aðhylltust stefnur eins og anarkisma þótt almennt væri pönkið ópólitísk, nema með því að vera á móti öllu því kerfi sem uppi var þegar stefnan kemur fram og því sem tónlistarbransinn stóð fyrir þá.

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.