Apúlía
hérað á Ítalíu
(Endurbeint frá Puglia)
Apúlía (ítalska: Puglia) er hérað á Ítalíu. Höfuðborgin er Bari. Héraðið er staðsett í suðurhluta skaga landsins, sem liggur að Adríahafi í austri, Jónahafi í suðaustri og Otrantósundi og Taranto-flóa í suðri. Svæðið er 19.345 ferkílómetrar og íbúar þess eru um 3,9 milljónir manna.[1]
Apúlía
| |
---|---|
Hnit: 41°0′31″N 16°30′46″A / 41.00861°N 16.51278°A | |
Land | Ítalía |
Höfuðborg | Bari |
Flatarmál | |
• Samtals | 19.541 km2 |
Mannfjöldi (2024)[1] | |
• Samtals | 3.890.250 |
• Þéttleiki | 200/km2 |
Tímabelti | UTC+01:00 (CET) |
• Sumartími | UTC+02:00 (CEST) |
ISO 3166 kóði | IT-75 |
Vefsíða | www |
Héraðið á landamæri að ítölsku héruðunum Mólíse í norðri, Kampaníu í vestri og Basilíkata í suðvestri.
Svæðið heitir Púl eða Púlsland (og Bari heitir Bár) í íslenskum fornritum (t.d. af Nikulási Bergþórssyni).
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Regione Puglia“. tuttitalia.it (ítalska). Sótt 27. nóvember 2024.
Tenglar
breyta- Opinber vefsíða
- Lorenzo Lozzi Gallo, Apulia in Medieval Scandinavian Literature, in Plurimondi, 2011, 7-34
- Tommaso Marani: Leiðarvísir. Its Genre and Sources, with Particular Reference to the Description of Rome. 2012, Durham.
- Interactive map of all locations mentioned in Leiðarvísir (Marani, 2011)