Campobasso

Mólíse (ítalska: Molise) er hérað á austurströnd Ítalíu sem liggur sunnan við Abrútsi, austan við Latíum og norðan við Kampaníu og Apúlíu. Höfuðstaður héraðsins er borgin Campobasso. Íbúar eru um 320 þúsund. Héraðið skiptist í tvær sýslur: Campobasso og Isernia.


Héruð Ítalíu Fáni Ítalíu
Abrútsi · Apúlía · Basilíkata · Emilía-Rómanja · Fjallaland · Kalabría · Kampanía · Langbarðaland · Latíum · Lígúría · Marke · Mólíse · Toskana · Úmbría · Venetó
Ágústudalur · Friúlí · Sardinía · Sikiley · Trentínó-Suður-Týról