Proxima Centauri
Proxima Centauri er sú stjarna sem er næst sólinni okkar. Hún er í um 4,24 ljósára fjarlægð frá sólinni, í stjörnumerkinu Mannfáknum.
Proxima Centauri er rauður dvergur þess vegna er ómögulegt að sjá hana með berumum augum. Hún er blossastjarna og því er birtustig hennar mjög breytilegt. Hún er minnsta stjarnan í kerfi þriggja stjarna. Hinar stjörnurnar í kerfinu eru Alfa Centauri A og Alfa Centauri B. Proxima Centauri sést ekki með berum augum frá jörðu þrátt fyrir nálægðina.
Það var skoski stjörnufræðingurinn Robert Innes sem uppgötvaði stjörnuna árið 1915 frá stjörnuskoðunarstöðinni Union Observatory í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.