Proxima Centauri er sú stjarna sem er næst sólinni okkar. Hún er í um 4,24 ljósára fjarlægð frá sólinni, í stjörnumerkinu Mannfáknum.

Mynd tekin með Hubble-geimsjónaukanum.

Proxima Centauri er rauður dvergur þess vegna er ómögulegt að sjá hana með berumum augum. Hún er blossastjarna og því er birtustig hennar mjög breytilegt. Hún er minnsta stjarnan í kerfi þriggja stjarna. Hinar stjörnurnar í kerfinu eru Alfa Centauri A og Alfa Centauri B. Proxima Centauri sést ekki með berum augum frá jörðu þrátt fyrir nálægðina.

Það var skoski stjörnufræðingurinn Robert Innes sem uppgötvaði stjörnuna árið 1915 frá stjörnuskoðunarstöðinni Union Observatory í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.