Pandabjörn

tegund bjarndýra
(Endurbeint frá Panda)

Pandabjörn, eða risapanda (fræðiheiti: Ailuropoda melanoleuca), til aðgreiningar frá rauðu pöndunni, er spendýr sem tilheyrir ætt bjarndýra (Ursidae) og á heimkynni sín í Miðvestur- og Suðvestur-Kína. Tegundin er auðþekkt á stórum svörtum skellum í kringum augun, yfir eyrum og um miðjan líkamann.

Risapanda
Bambusbjörn í National Zoo dýragarðinum í Washington, D.C. í Bandaríkjunum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Bjarndýr (Ursidae)
Ættkvísl: Ailuropoda
Tegund:
A. melanoleuca

Tvínefni
Ailuropoda melanoleuca
(David, 1869)
Útbreyðsla risapandna
Útbreyðsla risapandna
Undirtegundir

Þótt pandabjörninn tilheyri hópi rándýra nærist hann nær eingöngu á bambus. Pandabjörninn étur líka hunang, egg, fisk, appelsínur og banana ef slíkt er innan seilingar.

Pandabjörninn lifir í fjalllendi um miðbik Kína, það er í Sichuan, Shaanxi, og Gansu. Hann lifði eitt sinn á láglendinu en maðurinn hefur, með landbúnaði, eyðileggingu skóglendis og stækkandi byggð, þvingað hann upp í fjöllin. Pandabjörninn er í útrýmingarhættu af mannavöldum. Samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2007 var 239 risapöndum haldið föngnum í Kína auk 27 utan Kína.[1] Talið er að á bilinu 1.500-3.000 risapöndur lifi í náttúrunni.[2]

Feldur pandabjarnarins er gljáandi svart-hvítur. Fullorðnir birnir mælast um 1,2 til 1,9 m á lengd, þar af er skottið gjarnan um 10-15 cm, og 60 til 90 cm háir á herðakambinn. Karldýr geta vegið allt að 160 kg en kvendýrin (birnurnar) eru almennt 10-20 % minni en karldýrin og geta vegið allt niður í 70 kg, þótt þær geti einnig vegið allt að 125 kg. Meðalþyngd fullorðinna dýra er 100 til 115 kg.

Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.