Pólsk matargerð (pólska: kuchnia polska) á við mat og eldunaraðferðir sem eiga uppruna sinn í Póllandi. Pólsk matargerð hefur þróast í gegnum tíma vegna breytilegra aðstæðna í landinu. Pólskar eldunarhefðir eru svipaðar öðrum sem er að finna annarsstaðar í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu og jafnvel í Frakklandi og á Ítalíu. Áhersla er lögð á kjöti, sérstaklega svínakjöti, nautkjöti og kjúklingi (mismunandi eftir svæðum), og vetrargrænmeti svo sem káli, og kryddum. Ýmiss konar núðlur, eins og kluski, er líka að finna í mörgum réttum, auk kornplantna eins og kasza. Pólsk matargerð er almennt vegleg og mikið af eggjum og rjóma er notað. Hefðbundnu réttirnir krefjast mikils undirbúnings. Margir Pólverjar eyða miklum tíma í að undirbúa og borða hátíðarréttina sína, sérstaklega um jólin og páska, þá getur tekið nokkra daga til að búa til alla réttina.

Kotlet schabowy með ýmsum salötum
Kiełbasa pyslur með sinnepi
Bigos

Samkvæmt hefð er aðalmáltíð dagsins borin fram um kl. 14 eða seinna og samanstendur af þremur réttum. Forrétturinn er oftast súpa eins og rosół (kjötsúpa) eða tómatsúpa, eða á hátíðum barszcz (rauðrófusúpa) eða żurek (rúgsúpa). Ef borðað er á veitingarstað fylgir oft lystaukandi eins og síld (borin fram í rjóma, olíu eða ediki). Aðrir lystaukendur sem bornir eru fram eru margs konar þurrkað eða reykt kjöt, grænmeti og fiskhlaup. Aðalrétturin er yfirleitt með eins konar ristuðu kjöti eða kotlet schabowy (svínakótelettu í brauðmolum). Grænmeti á borð við surówka (salat með rifnum gulrótum, hnúðsellerí og rauðrófum í sítrónusafa og sykri) og kapusta kiszona (súrkál) eru stundum borin fram með aðalréttinum. Aðalréttinum fylgja oft soðnar kartöflur eða kasza. Eftirréttir eru oft bornir fram en meðal þeirra eru makowiec (baka með birkifræjum) og drożdżówka (gerkaka). Dæmi um aðra pólska rétti eru chłodnik (köld súpa með rauðrófum eða ávöxtum sem borðuð er á heitum dögum), golonka (svínaskanki ristaður með grænmeti), kołduny (soðkökur með kjöti), zrazy (fylltar nautkjötssneiðar), salceson (svínasulta) og flaki (vömb).

Helstu réttir pólskrar matargerðar eru bigos (súpa með nautkjöti), kiełbasa (steiktar pyslur), kotlet schabowy (svínakóteletta í brauðmolum), gołąbki (fyllt kálblöð), pierogi (soðkökur) og zrazy (fyllt og upprúllað kjöthakk).

Heimildir

breyta
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.