Páll Einarsson (borgarstjóri)
Páll Einarsson (25. maí 1868 á Hraunum í Fljótum – 17. desember 1954 í Reykjavík) var lögmaður, hæstaréttardómari og fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var kosinn í það embætti af bæjarstjórn Reykjavíkur þann 7. maí árið 1908 og gegndi því í sex ár eða til 1914.
Páll menntaðist í Reykjavík og seinna í Kaupmannahafnarháskóla.
Starf borgarstjóra var auglýst í blaðinu Ingólfi. Einn annar sótti um starfið en það var Knud Zimsen, bæjarfulltrúi. Kosið var á bæjarstjórnarfundi og féllu atkvæði þannig að Knud fékk þrjú atkvæði og Páll tíu. Þess má geta að Knud tók við af Páli sem borgarstjóri.
Áður en Páll gerðist borgarstjóri hafði hann verið sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1893-99 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1899-1908 með aðsetur í Hafnarfirði. Eftir að störfum hans fyrir Reykjavíkurbæ lauk gerðist hann sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri 1914-19.
Meðal barna Páls voru verkfræðingarnir Árni, Einar Baldvin og Ólafur.
Heimildir
breytaTenglar
breyta- Páll borgarstjóri - skrif afkomenda Páls Geymt 4 janúar 2014 í Wayback Machine
- Umfjöllun um Pál á vefsíðu Hæstaréttar Íslands Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine