Eggkeppur (fræðiheiti: Otiorhynchus ovatus) er ranabjöllutegund í ættkvíslinni Otiorhynchus. Tegundin er aðallega á láglendi í Evrópu. Hann er í greniskógum í Skandinavíu til mið Evrópu og algengur þar. Hann var fluttur til Norður Ameríku og er nú algengur í Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna. Öðru hverju gerir lirfan mikinn skaða í uppeldi og á nýútplöntun (Rose and Lindquest 1985).[1] Þetta er ein af meginplágum í jarðarberjarækt á heittempruðum svæðum.

Eggkeppur
Otiorhynchus ovatus
Otiorhynchus ovatus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Ranabjöllur (Curculionidae)
Undirætt: Entiminae
Ættflokkur: Otiorhynchini
Ættkvísl: Otiorhynchus
Tegund:
O. ovatus

Tvínefni
Otiorhynchus ovatus
(Linnaeus, 1758)

Útbreiðsla breyta

Um Evrópu og austur um Mið Asíu og innfluttur til Norður Ameríku. Hann er algengur á öllu útbreiðslusvæðinu en sjaldgæfari á norðlægum slóðum. Á Íslandi er hann í Reykjavík og Kópavogi.[2]

Lýsing breyta

Fullorðin bjalla er um sex mm löng, og er dökkbrún eða svört á lit. Þær finnast í eða við plönturnar sem þær nærast á. Þar sem þekjuvængirnir eru samvaxnir er hún ófleyg.[3] Lirfan getur verið að 13 mm löng fullvaxin og er við rætunar á fóðurplöntunni. Lirfurnar eru hvítar, fótalausar, með dekkra höfuð og eru oft c laga.

Hún yfirvetrar sem lirfa djúpt í jarðvegi, eða sem fullvaxin undir steinum eða öðrum skýldum stöðum. Lirfurnar naga rætur og veikja eða drepa smá tré. Þær púpa sig ofarlega í jarðvegi og skríða úr púpunni síðla vors eða á sumrin, þar sem þær með fyrri árgöngum fara að naga blöð og ber.

Það hafa ekki fundist karldýr[4] og fjölgunin er kynlaus. Eggjunum er verpt óreglulega í jarðveginn í kring um fæðuplönturnar, og við klak nærast lirfurnar á rótunum til síðla hausts, þegar þær leggjast í dvala.


Plönturnar sem lirfurnar leggjast á missa úr vöxt og blöðin verða rauðleit og hættir til að þorna, sérstaklega í þurrkum (meir en aðrar við sömu aðstæður). [5][6] Smárætur og jafnvel harðari rætur eru eyðilagðar, sem eyðileggur rótfestu plantnana.

Að halda eggkeppinum niðri þarfnast fjölbreytilegra aðferða, svo sem notkun á skordýraeitri, plægingu á sýktum jurtum og ræktunarskifti, hreinsun á búnaðarverkfærum áður en farið er á nýræktir og haustplægingu á sýktum svæðum. Önnur aðferð er notkun á þráðormum en árangur er misjafn.[6][7]

Tilvísanir breyta

  1. Rose, A.H.; Lindquist, O.H. 1985. Insects of eastern spruces, fir and, hemlock, revised edition. Gov’t Can., Can. For. Serv., Ottawa, For. Tech. Rep. 23. 159 p. (cited in Coates et al. 1994, cited orig ed 1977)
  2. Eggkeppur Geymt 10 apríl 2019 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
  3. Strawberry Root Weevil: Species Account Geymt 6 júlí 2011 í Wayback Machine, Talk About Wildlife
  4. Insects and diseases of Canada's forests: Strawberry root weevil Geymt 6 júlí 2011 í Wayback Machine, Natural Resources Canada
  5. Emenegger, D. B. & Berry R. E. 1978. ”Biology of strawberry root weevils on peppermint in Western Oregon.” Environmental Entomology. 7(4): 495-498.
  6. 6,0 6,1 Canadian Department of Agriculture. 1962. “Control of Root Weevils in Strawberries.” Ottawa: Queen’s Printer & Controller of Stationary
  7. Berry, R. E. 1997. “Efficacy & persistence of Heterorhabditis marelatus (Rhabditida: Heterorhabditidae) against rLinnaeus, 1758oot weevils (Coleoptera: Curculionidae) in strawberry.” Environmental Entomology. 26(2): 465-470.

Ytri tenglar breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.