Ranabjöllur
Ranabjöllur (fræðiheiti: Curculionidae) eru af ætt bjallna og eru sumar með höfuð sem er ummyndað í langa trjónu. Ranabjöllur mynda tegundaríkustu ætt dýraríkisins, en til ranabjölluættar eru taldar alls um 40.000 tegundir. Á Íslandi hafa þó einungis fundist 24 landlægar tegundir, auk nokkurra slæðinga erlendis frá. Þrjár þessara tegunda þrífast hér eingöngu innanhúss.
Ranabjöllur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Subfamily | ||||||||||||
(Margir höfundar telja þessar með) |
Tegundir sem finnast á Íslandi eru m.a. silakeppur, letikeppur og húskeppur. Ranabjöllur eru einnig oft nefndar væflur, m.a. grenivæfla, birkivæfla og kornvæfla. Silakeppur er algengastur á Íslandi. Hann felur sig á daginn en nagar gras og annan gróður eins og t.d. elftingu á daginn en lirfan nagar þá grasrætur. Fullvaxin dýr eru 7-8 mm að lengd með svartan bol en fálmarar og fætur brúnleitir, þekjuvængir eru með grófu punktamynstri og gráum flekkjum.