Ranabjöllur (fræðiheiti: Curculionidae) eru af ætt bjallna og eru sumar með höfuð sem er ummyndað í langa trjónu. Ranabjöllur mynda tegundaríkustu ætt dýraríkisins, en til ranabjölluættar eru taldar alls um 40.000 tegundir. Á Íslandi hafa þó einungis fundist 24 landlægar tegundir, auk nokkurra slæðinga erlendis frá. Þrjár þessara tegunda þrífast hér eingöngu innanhúss.

Ranabjöllur
Lixus angustatus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Arthropoda
Flokkur: Insecta
Ættbálkur: Coleoptera
Yfirætt: Curculionoidea
Ætt: Curculionidae
Latreille, 1802
Subfamily

(Margir höfundar telja þessar með)
Bagoinae
Baridinae
Ceutorhynchinae
Conoderinae
Cossoninae
Cryptorhynchinae
Curculioninae
Cyclominae
Dryophthorinae
Entiminae
Erirhininae
Gonipterinae
Hyperinae
Leptoniinae
Lixinae
Mesoptiliinae
Molytinae
Orobitidinae
Platypodinae
Raymondionyminae
Scolytinae
Xiphaspidinae

Tegundir sem finnast á Íslandi eru m.a. silakeppur, letikeppur og húskeppur. Ranabjöllur eru einnig oft nefndar væflur, m.a. grenivæfla, birkivæfla og kornvæfla. Silakeppur er algengastur á Íslandi. Hann felur sig á daginn en nagar gras og annan gróður eins og t.d. elftingu á daginn en lirfan nagar þá grasrætur. Fullvaxin dýr eru 7-8 mm að lengd með svartan bol en fálmarar og fætur brúnleitir, þekjuvængir eru með grófu punktamynstri og gráum flekkjum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.