One Direction
One Direction er bresk-írsk strákahljómsveit stofnuð í London árið 2010. Meðlimir hennar voru Niall Horan, Harry Styles, Louis Tomlinson, Zayn Malik, og Liam Payne. Frá árinu 2016 hefur sveitin tekið sér ótímabundið hlé.
One Direction | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn | 1D |
Uppruni | London, England |
Ár | 2010–2016 |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki |
|
Meðlimir | |
Fyrri meðlimir | |
Vefsíða | onedirectionmusic |
Þeir gerðu útgáfusamning við útgáfufyrirtæki Simon Cowell, Syco Records, eftir að hafa lent í þriðja sæti í sjöundu þáttaröðinni af breska The X Factor. Í framhaldi af því gerðu þeir samning við Columbia Records í Bandaríkjunum.
Þeir vöktu mikla alþjóðlega athygli með útgáfu fyrstu plötu sinnar Up All Night sem kom út í lok árs 2011 og fór fyrsta smáskífu þeirra, „What Makes You Beautiful“ á topp vinsældarlista um víða veröld. Up All Night náði þeim merka árangri að verða fyrsta frumraun breskrar hljómsveitar til að komast í toppsæti bandaríska Billboard 200 listans. Fyrir það voru þeir skráðir í Heimsmetabók Guinness. Í enda ársins 2012 sendu þeir frá sér plötuna Take Me Home og smáskífuna „Little Things“. Einnig endurgerðu þeir lagið „One Way Or Another“ með Blondie. Árið 2013 fóru þeir í tónleikaferð undir nafninu Take Me Home Tour sem byrjaði 23. febrúar í London og endaði 3. nóvember í Japan, sama ár kom út platan Midnight Memories sem er þeirra þriðja plata. Árið 2014, frá 25. apríl til 5. október, fóru þeir á tónleikaferðalag undir heitinu Where We Are Tour.
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Up All Night (2011)
- Take Me Home (2012)
- Midnight Memories (2013)
- Four (2014)
- Made in the A.M. (2015)
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „One Direction“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt október 2012.