Oddur Ásmundsson
Oddur Ásmundsson (d. 1477) var íslenskur lögmaður á 15. öld. Hann bjó fyrst á Víðivöllum í Skagafirði en síðar á Stóruvöllum í Rangárþingi og var drepinn þar.
Ætt Odds er ekki þekkt en hann var orðinn sveinn Lofts ríka Guttormssonar árið 1427. Jón Sigurðsson telur hann hafa verið lögmann frá 1451 en hann var að minnsta kosti örugglega orðin lögmaður 1556 því það ár lætur hann Torfa Arason hirðstjóra fá tuttugu hundruð í Þorleifsstöðum í Blönduhlíð, sem líklega höfðu verið eign konu hans, vegna kostnaðar og armæðu sem hann hafði haft af að sækja og leysa út lögmamnnsbréf fyrir Odd. Hann var lögmaður sunnan og austan í um tvo áratugi en virðist hafa látið af störfum um 1475.
Samkvæmt því sem Jón Egilsson segir í Biskupaannálum gerðist það (líklega árið 1477) að erlendir menn sem höfðu haft vetursetu á Stokkseyri drápu Skálholtsráðsmann og „riðu síðan austur að Stóruvöllum og og hjuggu þar höfuðið af lögmanninum við dyraþverskjöldinn, og riðu Þjórsá fyrir ofan Krók. Með það sigldu þeir í burtu“. Sé þetta rétt gerðist þetta þegar Oddur var orðinn aldraður og hættur lögmannsstörfum.
Kona Helga var Guðlaug, dóttir Finnboga gamla Jónssonar í Ási í Kelduhverfi. Á meðal barna þeirra var Helgi Oddsson lögmaður.
Heimildir
breyta- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Fyrirrennari: Teitur Gunnlaugsson |
|
Eftirmaður: Eyjólfur Einarsson |