Helgi Oddsson (d. fyrir 1526) var íslenskur lögmaður á 15. öld. Hann bjó á Stóruvöllum á Landi, sem þá voru kallaðir Lögmannsvellir.

Helgi var sonur Odds Ásmundssonar lögmanns á Stóruvöllum. Hann tók við lögmannsdæmi sunnan og austan 1495 af Eyjólfi Einarssyni en gegndi því ekki lengi, lét af embætti 1498, og er fátt vitað um lögmannstíð hans.

Ekki er vitað hver kona Helga var en hann átti tvo syni sem hétu Jón og Egill.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Eyjólfur Einarsson
Lögmaður sunnan og austan
(14951498)
Eftirmaður:
Þorvarður Erlendsson