Notandi:Torfason/Wikipedia:Greinar sem ættu að vera úrvalsgreinar

Á þessari síðu eru teknar saman Wikipedia greinar sem fjalla um efnisorð sem eru sérstaklega mikilvæg og líkleg til að vekja áhuga lesenda. Þessi flokkun tekur mið af skoðun Wikipedia samfélagsins, og athugasemdir við flokkunina skulu ræddar á spjallsíðunni.

Síðan er hugsuð sem stoð fyrir þá sem vilja skrifa eða vinna að lengri greinum um tiltekin efni, hugsanlega með hliðsjón af erlendum útgáfum Wikipediu, en hafa ekki sérstakt efni í huga. Hverjum og einum er að sjálfsögðu frjálst að velja um hvaða efni hann skrifar, og Wikipedia byggir á því að menn velji sér efni sem þeir vita meira um en aðrir. Engu að síður ætti þessi síða að geta orðið uppspretta hugmynda fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum við að gera íslensku Wikipediuna að öflugu alfræðiriti.

Þessi síða er ekki listi yfir úrvalsgreinar (sjá umfjöllun um hvað einkennir úrvalsgreinar). Síðan er ekki heldur vettvangur til að koma með tillögur að úrvalsgreinum. En þegar búið er að bæta þær greinar sem birtar eru hér er hægt að tilnefna þær sem úrvalsgreinar á tilsvarandi síðu.

Þessi síða er ný, og tillögur væru vel þegnar

Þessi síða er ný, og það væri vel þegið ef lesendur bættu inn efnisorðum á síðuna. Ágætt væri ef hver notandi bætti 3-5 greinum í flokkinn "Mikilvæg efnisorð", en takmarkaði sig við eina grein í flokknum "Kjarni málsins". Ef notendur hafa mikið fleiri tillögur en það væri æskilegt að þær væru settar inn á spjallsíðuna, frekar en að einn notandi fylli þessa síðu af þeim efnisorðum sem honum þykja áhugaverð. Eins ætti að gera tillögu um breytingu á spjallsíðunni ef tiltekinn flokkur er fullur, frekar en að eyða orðum sem aðrir hafa bætt inn.

Tillögur um breytingar á uppsetningu síðunnar, fjölda greina í hverjum flokki og svo framvegis, ættu að fara fram í Pottinum.

Herslumunurinn

breyta

Í þessum flokki eru efnisorð sem þegar hafa verið skrifaðar ítarlegar greinar um, þannig að aðeins vantar herslumuninn upp á að þær teljist úrvalsgreinar. Til að greinar falli í þennan flokk ætti bæði umfjöllunarefnið að uppfylla þau skilyrði sem rætt er um hér að ofan, og greinin að vera komin ansi langt á leið. Eins ætti að leitast við að setja hér inn athugasemdir um hvað betur má fara. Hugmyndin er að þessi flokkun verði pennum hér á Wikipedia hvati til að klára það litla sem eftir er af þessum greinum svo þær geti talist úrvalsgreinar.

Ekki er æskilegt að í þessum flokki séu meira en 5 greinar í einu.

  • ...

Kjarni málsins

breyta

Í þessum flokki eru efnisorð sem ættu að teljast meðal þeirra allra mikilvægustu fyrir hvaða alfræðiorðabók sem er, og taka til efnisþátta sem skipta mannkynið miklu máli. Eins ætti flokkun hér að taka tillit til þess hvaða greinar eru mest lesnu greinarnar á bæði íslensku og ensku Wikipediu.

Ekki er æskilegt að í þessum flokki séu meira en 10 greinar í einu.

Mikilvæg efnisorð

breyta

Í þessum flokki eru efnisorð sem væri mjög gott að væru úrvalsgreinar á Íslensku Wikipedia. Þótt skilyrðin fyrir því að efnisorð falli í þennan flokk séu ekki jafnströng og fyrir flokkinn kjarni málsins ætti þó að gera þá kröfu að breiður hópur fólks sé líklegur til að leita eftir upplýsingum um þau og að þau lýsi mikilvægum atburðum, hugtökum eða fólki, fyrir mannkynið og hugsanlega í einhverjum tilfellum fyrir Íslendinga.

Ekki er æskilegt að í þessum flokki séu meira en 40-50 greinar í einu.