Maronaþorp á bökkum Súrínamár, 1955

Elstu merki um frumbyggja Súrínam eru frá 3.000 f.Kr. Stærstu þjóðflokkarnir voru Aravakar, strandveiðiþjóð sem lifði á veiðum og fiskveiðum. Þeir voru fyrstu íbúarnir á svæðinu. Karíbar settust þar að síðar og sigruðu Aravaka með betri skipum. Þeir settust að í Galibi (Kupali Yumï, sem þýðir „forfeðratré“) við mynni Marowijne-árinnar. Meðan stórir þjóðflokkar Aravaka og Karíba bjuggu við ströndina og á strandsléttunum, bjuggu smærri hópar frumbyggja í regnskóginum, svo sem Akuriar, Trióar, Warrauar og Wayanar.

Nýlendutímabilið

breyta
 
Forsetahöll Súrínam

Frá 16. öld heimsóttu franskir, spænskir og enskir landkönnuðir svæðið. Hundrað árum síðar stofnuðu hollenskir og enskir landnemar komið plantekrunýlendur meðfram ánum á frjósömum sléttum Gvæjana. Elsta nýlendan í Gvæjana var ensk byggð sem var nefnd Marshall's Creek við Súrínamá.[1] Eftir hana var önnur skammlítil ensk nýlenda stofnuð, kölluð Willoughbyland, sem stóð frá 1650 til 1674.

Deilur komu upp milli Hollendinga og Englendinga vegna yfirráða yfir þessu landsvæði. Árið 1667, í samningaviðræðunum sem leiddu til Breda-sáttmálans, ákváðu Hollendingar að halda upprennandi nýlendu í Súrínam sem þeir höfðu náð frá Englendingum. Englendingar fengu að halda Nýju Amsterdam, höfuborg nýlendunnar Nýja-Hollands í Norður-Ameríku, við Atlantshafsströndina. Borgin var þá þegar orðin menningarleg og efnahagsleg miðstöð. Þeir endurnefndu hana eftir hertoganum af York: New York-borg .

Árið 1683 var Súrínamfélagið stofnað af Amsterdamborg, Van Aerssen van Sommelsdijck-fjölskyldunni og Hollenska Vestur-Indíafélaginu. Félagið átti að stýra og verja nýlenduna. Plantekrueigendurnir reiddu sig á afríska þræla til að rækta og vinna kaffi, kakó, sykurreyr og bómull á árbökkunum. Meðferð þeirra á þrælunum var alræmd.[2] Sagnfræðingurinn CR Boxer skrifaði „man's inhumanity to man just about reached its limits in Surinam“.[3] Margir þrælar sluppu frá plantekrunum. Í nóvember 1795 var félagið þjóðnýtt af Batavíska lýðveldinu og þaðan í frá stjórnuðu lýðveldið og arftakar þess (Konungsríkið Holland) nýlendunni sem ríkisnýlendu, ef undan eru skilin tímabil hernáms Breta frá 1799 til 1802 og frá 1804 til 1816.

Með hjálp innfæddra í nærliggjandi regnskógum, komu þessir flóttaþrælar sér upp samfélagi inni í landi, sem gekk mjög vel í sjálfu sér. Þeir voru kallaðir Maronar, úr frönsku; Nèg'Marrons (sem þýðir bókstaflega „brúnir svertingjar“, það er „ljósir blökkumenn“). Maronar mynduðu með tímanum nokkra sjálfstæða ættbálka þar sem þeir voru afkomendur þræla frá mismunandi þjóðum í Afríku. Meðal þessara ættbálkar eru Saramaka, Paramaka, Ndyuka eða Aukan, Kwinti, Aluku eða Boni, og Matawai.

 
Hús við sjávarsíðuna í Paramaríbó, 1955

Maronar réðust oft á plantekrurnar til að frelsa þaðan fleiri þræla, og til að ná í vopn, mat og birgðir. Þeir drápu stundum plantekrueigendur og fjölskyldur þeirra í árásunum. Landnemarnir reistu varnir, sem voru svo mikilvægar að þær voru sýndar á kortum frá 18. öld, en þær nægðu ekki.[4]

Landnemarnir hófu einnig vopnaðar herfarir gegn Maronunum, sem sluppu oftast inn í regnskóginn, sem þeir þekktu miklu betur en landnemarnir. Til að binda enda á átökin gerðu nýlenduyfirvöld nokkra friðarsamninga við ólíka ættbálka á 18. öld. Þeir viðurkenndu sjálfstæði Marona og gáfu þeim leyfi til að stunda viðskipti á landsvæðum sínum.

Afnám þrælahalds

breyta

Árið 1861 til 1863, þegar bandaríska borgarastyrjöldin stóð yfir, og þrælar flúðu til suðurhluta yfirráðasvæðis Norðurríkjanna, leituðu forseti Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, og stjórn hans að stöðum erlendis til að flytja þangað fólk sem var frelsað úr þrældómi og vildi fara frá Bandaríkjunum. Þeir hófu samningaviðræður við hollensk stjórnvöld varðandi flutning svartra Bandaríkjamanna til hollensku nýlendunnar í Súrínam . Ekkert varð af hugmyndinni sem var hætt við eftir 1864.[5]

Hollendingar afnámu þrælahald í Súrínam árið 1863, með stigbundnu ferli þar sem fyrrum þrælar vinna á plantekrunum í 10 ár fyrir lágmarkslaun, sem var álitið hluti skaðabóta fyrir eigendur þeirra. Eftir 1873 yfirgáfu flestir fyrrum þrælar plantekrurnar þar sem þeir höfðu unnið í nokkrar kynslóðir, og fluttust til höfuðborgarinnar Paramaríbó. Sumir þeirra keyptu plantekruna sem þeir unnu við, sérstaklega í héraðinu Para og Coronie. Afkomendur þeirra búa enn á þeim jörðum í dag. Nokkrir plantekrueigendur greiddu ekki fyrrum þrælum sínum laun árin tíu eftir 1863 en gerðu skuldina upp við þá með eignarrétt á landinu.[6]

 
Innflytjendur frá Jövu komu með sem verktakafólk frá Hollensku Austur-Indíum . Mynd var tekin milli 1880 og 1900.

Sem plantekrunýlenda var efnahagur Súrínam háður vinnuaflsfrekri ræktun nytjaplantna. Til að bæta skort á vinnuafli réðu plantekrueigendurnir og fluttu inn verkafólk frá Hollensku Austur-Indíum (núverandi Indónesíu ) og Indlandi (með samkomulagi við Breta, sem réðu yfir landinu). Auk þess var, á síðari hluta 19. aldar og snemma á 20. öld, nokkur hópur verkafólks, aðallega karlar, ráðinn frá Kína og Mið-Austurlöndum.

Þótt íbúar Súrínam séu tiltölulega fáir, er landið eitt fjölmenningarlegasta land heims vegna þessarar flóknu sögu landnáms og misnotkunar.[7][8]

Afnám nýlendustjórnar

breyta

Í síðari heimsstyrjöldinni, 23. nóvember 1941, samkvæmt samkomulagi við útlagastjórn Hollands, hertóku Bandaríkin Súrínam til að vernda báxítnámurnar í þágu stríðsreksturs bandalagsríkjanna.[9] Árið 1942 hóf hollenska útlagastjórnin að að endurskoða samskipti Hollands og nýlendna þess eftir stríðslok.

Árið 1954 varð Súrínam eitt af ríkjum Konungsríkisins Hollands, ásamt Hollensku Antillaeyjum og Hollandi. Með því héldu Hollendingar yfirráðum yfir varnar- og utanríkismálum. Árið 1974 hóf ríkisstjórnin, undir forystu Þjóðarflokks Súrínam (NPS) (þar sem félagar voru að mestu kreólar, af blönduðum afrískum og evrópskum uppruna), viðræður við hollensk stjórnvöld sem leiddu til fulls sjálfstæðis þann 25. nóvember 1975. Stór hluti hagkerfis Súrínam fyrsta áratuginn í kjölfar sjálfstæðis var rekinn með erlendu hjálparfé frá hollenskum stjórnvöldum.

Sjálfstæði

breyta
 
Henck Arron, Beatrix og Johan Ferrier 25. nóvember 1975

Fyrsti forseti landsins var Johan Ferrier, fyrrverandi ríkisstjóri, með Henck Arron (þáverandi leiðtogi NPS) sem forsætisráðherra. Á árunum í aðdraganda sjálfstæðis flutti næstum þriðjungur íbúa Súrínam til Hollands. Fólk hafði áhyggjur af því að nýja ríkinu myndi vegna verr eftir sjálfstæði en það hafði gert sem hluti af konungsríkinu Hollandi. Súrínömsk stjórnmál tóku að einkennast af þjóðernisátökum og spillingu skömmu eftir sjálfstæði, og NPS notaði hollenskt hjálparfé í þágu flokksmanna. Leiðtogar flokksins voru sakaðir um svindl í kosningunum 1977, þar sem Arron var kjörinn í annað sinn. Óánægjan var slík að stór hluti íbúanna flúði til Hollands og varð hluti af hinu stóra súrínamska samfélagi þar.[10]

Herforingjastjórnin 1980

breyta

Þann 25. febrúar 1980 steypti herinn ríkisstjórn Arrons af stóli. Valdaránið var að frumkvæði 16 liðþjálfa undir forystu Dési Bouterse.[11] Andstæðingar herforingjastjórnarinnar gerðu tilraunir til að steypa henni af stóli í apríl 1980, ágúst 1980, 15. mars 1981, og aftur 12. mars 1982. Fyrsta tilraunin var leidd af Fred Ormskerk, [12] önnur af marx-lenínistum,[13] sú þriðja af Wilfred Hawker, og sú fjórða af Surendre Rambocus .

Hawker slapp úr fangelsi í fjórðu valdaránstilrauninni en hann náðist og var tekinn af lífi. Milli 2 og 5 að morgni þann 7. desember 1982, handtók herinn, undir forystu Dési Bouterse, 13 áberandi borgara sem höfðu gagnrýnt einræðisstjórn hersins og hélt þeim í Fort Zeelandia í Paramaribo.[14] Einræðisstjórnin lét taka alla þessa menn af lífi á næstu þremur dögum, ásamt Rambocus og Jiwansingh Sheombar (sem einnig var þátttakandi í fjórðu valdaránstilrauninni ).

Kosningar og stjórnarskrá 1987

breyta

Kosningar voru haldnar 1987. Þingið samþykkti nýja stjórnarskrá sem gerði Bouterse kleift að vera áfram yfirmaður hersins. Þar sem hann var óánægður með ríkisstjórnina sagði Bouterse ráðherrunum upp símleiðis árið 1990. Þessi atburður varð almennt þekktur sem „símavaldaránið“. Völd hans tóku að minnka eftir kosningarnar 1991.

Hin grimmilega borgarastyrjöld milli Súrínamhers og Marona, sem héldu tryggð við uppreisnarleiðtogann Ronnie Brunswijk, og hófst árið 1986, hélt áfram og afleiðingar hennar veiktu enn frekar stöðu Bouterse á tíunda áratugnum. Vegna styrjaldarinnar flúðu meira en 10.000 Súrínamar, aðallega Maronar, til Frönsku Gvæjana seint á níunda áratugnum.[15]

Árið 1999 réttaði hollenskur dómstóll yfir Bouterse fjarverandi vegna fíkniefnasmygls. Hann var sakfelldur og dæmdur í fangelsi en dvaldi áfram í Súrínam.[16]

21. öldin

breyta

Þann 19. júlí 2010 komst fyrrum einræðisherrann Dési Bouterse aftur til valda þegar hann var kosinn forseti Súrínam.[17] Fyrir kosningarnar var hann ásamt 24 öðrum ákærður fyrir morð á 15 stjórnarandstæðingum í Desembermorðunum. Árið 2012, tveimur mánuðum fyrir réttarúrskurðinn, breytti þingið lögum um sakaruppgjöf og veitti Bouterse og hinum sakaruppgjöf vegna þessara ákæra. Hann var aftur kosinn 14. júlí 2015.[18] Bouterse var sakfelldur af súrínömskum dómstól þann 29. nóvember 2019 og hlaut 20 ára dóm fyrir þátt sinn í morðunum 1982. [19]

Eftir að hafa unnið kosningarnar 2020 var [20] Chan Santokhi einn tilnefndur til að gegna embætti forseta Súrínam.[21] Þann 13. júlí var Santokhi kjörinn forseti með lófataki í óumdeildum kosningum.[22] Hann tók við embætti 16. júlí í athöfn án þátttöku almennings vegna COVID-19-heimsfaraldursins.[23] [[Flokkur:Suður-Ameríkulönd]] [[Flokkur:Hollenskar nýlendur]] [[Flokkur:Súrínam]]

  1. https://books.google.com/books?id=paQMAAAAYAAJ&pg=PA253. {{cite book}}: |title= vantar (hjálp)
  2. . ISBN 978-1-57505-964-8 https://archive.org/details/surinameinpictur0000stre. {{cite book}}: |title= vantar (hjálp)
  3. . ISBN 978-0140136180. {{cite book}}: |title= vantar (hjálp)
  4. Simon M. Mentelle, "Extract of the Dutch Map Representing the Colony of Surinam", c.1777, Digital World Library via Library of Congress. Retrieved 26 May 2013
  5. Douma, Michael J. (2015). „The Lincoln Administration's Negotiations to Colonize African Americans in Dutch Suriname“ (PDF). Civil War History. 61 (2): 111–137. doi:10.1353/cwh.2015.0037.
  6. https://www.surinameview.com/sranan/geschiedenis/suriname-geschiedenis-deel-5-weer-nederlands-en-nieuwe-immigranten/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  7. „Suriname Country Profile“. BBC. 14. september 2012.
  8. http://dutch.berkeley.edu/mcnl/immigration/the-netherlands/the-surinamese/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  9. World War II Timeline. Faculty.virginia.edu. Retrieved 15 August 2012.
  10. Obituary "The Guardian", 24 January 2001.
  11. https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ns.html. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  12. . ISBN 978-90-04-25367-4 https://books.google.com/books?id=kXdhAAAAQBAJ&pg=PA60. {{cite book}}: |title= vantar (hjálp)
  13. http://webcache.googleusercontent.com/search?q=cache:f0H7tfq41Z8J:refuge.journals.yorku.ca/index.php/refuge/article/download/21454/20129+&cd=8&hl=en&ct=clnk&gl=ca. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  14. http://www.starnieuws.com/index.php/welcome/index/nieuwsitem/9910. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  15. (PDF) https://www.blada.com/data/File/2012pdf/panoimmigr102012.pdf. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  16. Neilan, Terence (17. júlí 1999). „World Briefing“. The New York Times. Sótt 1. maí 2010.
  17. Suriname ex-strongman Bouterse back in power, In: BBC News, 19 July 2010
  18. Suriname's Bouterse Secures Second Presidential Term, Voice of America News, 14 July 2015
  19. The Associated Press (29. nóvember 2019). „Suriname President Convicted in 1982 Killings“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 1. desember 2019.
  20. „VHP grote winnaar verkiezingen 25 mei 2020“. GFC Nieuws (hollenska). Sótt 26. maí 2020.
  21. „Breaking: NDP dient geen lijst in“. Dagblad Suriname (hollenska). Sótt 8. júlí 2020.
  22. „Live blog: Verkiezing president en vicepresident Suriname“. De Ware Tijd (hollenska). Sótt 13. júlí 2020.
  23. „Inauguratie nieuwe president van Suriname op Onafhankelijkheidsplein“. Waterkant (hollenska). Sótt 13. júlí 2020.