Handelshøyskolen BI

(Endurbeint frá Norski viðskipta)

Handelshøyskolen BI (Ísl: Norski viðskipta- og stjórnunarháskólinn BI) er einkaskóli, með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi. Árið 2022 voru um 21.653 nemendur við skólan, af þeim voru um 10.000 í fullu námi, og um 390 starfsmenn. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í viðskiptafræðum bæði á norsku og ensku. Nær allt nám til mastersgráðu er á ensku.

Handelshøyskolen BI, Nydalen í Ósló.
Logo

Skólinn var stofnaður árið 1943 sem ráðgjafafyrirtæki er bauð upp á kvöldskóla í bókfærslu. Síðan þá hefur skólanum vaxið fiskur um hrygg og er nú alþjóðlegur skóli sem býður upp á nám í viðskipta- og stjórnunarfræðum. Í dag er BI stærsti viðskiptaháskóli í Evrópu og næststærsta skólastofnun í Noregi.

Ytri tengill

breyta