Norðursvæðið

Norðursvæðið (enska: Northern Territory) er svæði í miðjum norðurhluta Ástralíu. Það er fámennast af öllum fylkjum og svæðum Ástralíu með tæpa tvöhundruð þúsund íbúa. Þar eru einungis þrjú byggðarlög sem eitthvað kveður að, það eru höfuðborgin Darwin á norðurströndinni, Alice Springs í suðurhluta svæðisins og Katherine, aðeins fyrir sunnan Darwin. Upphaflega var Norðursvæðið hluti af nýlendunni Suður-Ástralíu (sem nú er fylki), en 1911 var það tekið af henni og gert að sérstöku svæði. Mjög harðbýlt er á svæðinu, meirihluti þess er eyðimörk og ræktarland af skornum skammti. Þar eru þó líka sumar af frægustu náttúruperlum Ástralíu, svo sem Uluru (eða Ayers-klettur), sem er líka einn helgasti staður frumbyggja svæðisins og í norðurhluta svæðisins er Kakadu þjóðgarðurinn. Helstu atvinnuvegir svæðisins eru ferðaþjónusta og námugröftur.

  Þessi Ástralíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Áströlsk fylki, svæði og höfuðborgir: Fáni Ástralíu
Höfuðborgarsvæði Ástralíu Nýja-Suður-Wales Norðursvæðið Queensland Suður-Ástralía Tasmanía Victoria Vestur-Ástralía
Canberra Sydney Darwin Brisbane Adelaide Hobart Melbourne Perth
NorfolkeyjaJólaeyjaKókoseyjarKóralhafseyjasvæðiðHeard- og McDonaldeyjarÁstralska suðurskautssvæðið