Nimzóindversk vörn

skákbyrjun
(Endurbeint frá Nimzoindversk vörn)

Nimzóinversk vörn er skákbyrjun, afbrigði indverskrar varnar, og hefst á leikjunum 1.d4 Rf6, 2.c4 e6, 3.Rc3 Bb4.

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
h8 svartur hrókur
a7 svart peð
b7 svart peð
c7 svart peð
d7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
e6 svart peð
f6 svartur riddari
b4 svartur biskup
c4 hvítt peð
d4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
e2 hvítt peð
f2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
g1 hvítur riddari
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Nimzóindversk vörn:
Leikir: 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4
ECO kóði: E20-E59

Afbriðgi

breyta

Til eru fjöldamörg afbrigði Nimzóindverskrar varnar. Helst þeirra eru:

Rubenstein afbrigðið, 4.e3

breyta

Algengasta leið hvíts til þess að takast á við Nimzóindverska vörn er Rubenstein afbrigðið sem nefnt er eftir Akiba Rubinstein. Svetozar Gligoric og Lajos Portisch áttu mikinn hlut að því að koma afbrigðinu inn á hæstu getustig skákarinnar. Hugmynd hvíts með afbrigðinu er sú að halda áfram með liðsskipan á sem sveigjanlegastan hátt svo hann þurfi ekki að halda sig við eina ákveðna áætlun. Svartur hefur þrjá helstu fjórðu leiki; 4...0-0, 4...c5 og 4...b6.

Auk þess leikur svartur stundum 4...d5 eða 4...Rc6. 4...d5 línurnar verða oft að 4...0-0 línum en þó ekki alltaf því hvítur hefur þann möguleika að leika 5.a3 (gjarnan þekkt sem Botvinnik afbrigðið) þar sem svartur þarf annað hvort að koma biskupnum sínum í skjól með 5...Be7 eða skipta honum upp (5...Bxc3+) þar sem afbrigði Sämisch afbrigðis kemur upp og er löngu álitið gott fyrir hvítan þar sem hann nær alltaf að eyða veika peðinu sínu með cxd5. 4...Rc6 kallast Taimanov afbrigðið og er nefnt eftir Mark Taimanov. Svartur undirbýr þar ...e5 sem gæti verið fylgt eftir með ...d5 og ...dxc4 eða ...d6. Afbrigðið var nokkrum sinnum notað af Bobby Fischer á hans yngri árum auk þess sem stórmeistarinn Nukhim Rashkovsky hefur löngum haft Taimanov afbrigðið í vopnabúrinu sínu.

Klassíska afbrigðið, 4.Dc2

breyta

Klassíska afbrigðið eða Capablanca afbrigðið var mjög vinsælt á upphafsskeiði Nimzóindversku varnarinnar en hlaut aftur vinsældir undir lok síðustu aldar og er nú um það bil jafn vinsælt og Rubenstein afbrigðið. Markmið hvíts er að ná biskupaparinu án þess að hætta peðastöðunni sinni. Helstu gallarnir við afbrigðið eru þó að hvíta drottningin þarf að hreyfast að minnsta kosti tvisvar í byrjuninni auk þess sem liðskipan hvíts kóngsmegin situr á hakanum. Svartur hefur þrjá helstu möguleika til þess að svara Capablanca afbrigðinu; 4...0-0, 4...c5 og 4...d5 auk nokkurra minni afbrigða.

Önnur afbrigði

breyta

Kasparov afbrigðið, 4.Rf3

breyta

4.Rf3 afbrigðið hefur verið þekkt sem Kasparov afbrigðið síðan Garry Kasparov beitti því með frábærum árangri gegn Anatoly Karpov í heimsmeistaraeinvígi þeirra árið 1985.[1] Kasparov notaði afbrigðið sex sinnum í einvíginu og náði þremur vinningum og þremur jafnteflum. Nú er afbrigðið helsta val stórmeistarans Alexei Barsov auk fyrrverandi heimsmeistara kvenna Nona Gaprindashvili.

Hvítur kemur riddaranum sínum fyrir á sínum náttúrulega reit, f3, og bíður til þess að sjá hverju svartur svarar. 4...d5 verður að Ragozin vörn í höfnuðu drottningarbragði og 4...b6 5.Bg5 Bb7 verður að Drottningarindverskri vörn með Nimzóindversku ívafi svo 4...c5 er helsta framhaldið sem telst sem Nimzóindversk vörn. Nú verður 5.e3 að Rubenstein afbrigðinu en helsti leikurinn er 5.g3 sem verður að stöðu sem kemur einnig upp í fianchetto afbrigðinu. Óhætt er að líta á 5.g3 cxd4 6.Rxd4 0-0 7.Bg2 d5 8.cxd5 Rxd5 sem aðallínu Kasparov afbrigðisins. Svörtum hefur nú tekist að leysa up miðborð hvíts en biskupinn á g2 setur pressu á drottningarvæng svarts og sú pressa getur verið aukin með Db3.

Kasparov afbrigðið kemur gjarnan upp í Bógó-indverskri vörn eftir 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 Bb4+ 4.Rc3.

Leningrad afbrigðið, 4.Bg5

breyta

Leníngrad afbrigðið hlaut nafn sitt vegna þess að afbrigðið var aðallega þróað af skákmönnum frá Leníngrad svo sem Boris Spassky. Aðallínan er eftirfarandi: 4...h6 5.Bh4 c5 6.d5 d6 7.e3 Bxc3+ 8.bxc3 e5, þar sem svartur hefur náð upp miðborðshindrun ekki ólíkri þeirri sem kemur upp í Hübner afbrigðinu (1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.e3 c5 5.Bd3 Rc6 6.Rf3 Bxc3 7.bxc3 d6) en munurinn er sá að svartreita biskup hvíts er utan við peðakeðjuna. Leppurinn á f6 kemur svörtum oft mjög illa og leikur hann oft hinum háværa ...g7-g5 til þess að losa leppinn og koma einnig í veg fyrir útþenslu hvítu peðakeðjunnar á f4. Þessi leikur veikir svörtu kóngsstöðuna til muna svo hann á það til að hrókera ekki heldur labba með kónginn til d8 og þaðan á c7 reitinn. Athyglisverður sjötti leikur svarts er einnig 6...b5 sem naut nokkurra vinsælda skömmu eftir að Mikhail Tal gjörsigraði Spassky með leiknum í Tallinn, 1973.

Kmoch afbrigðið, 4.f3

breyta

Þetta afbrigði hefur ekkert ákveðið nafn en er yfirleitt kallað 4.f3 afbrigðið. Það hefur einnig hlotið nöfnin Gheorghiu afbrigðið, nefnt af Gligoric sem tefldi það oft snemma á ferlinum og sigraði meira að segja Fischer með því, Shirov afbrigðið, eftir Alexei Shirov sem beitti því með ágætum árangri undir lok 20. aldar áður en hann tapaði þremur skákum í röð með afbrigðinu og notaði það ekki framar. Hugmyndin er sú að ná völdum á e4-reitnum strax í byrjun en því fylgir seinkun á liðsskipan. Helsta svar svarts er 4...d5 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 c5 7.cxd5 Rxd5, þegar upp kemur staða sem einnig fæst úr Sämisch afbrigðinu. Pressa svarts á c3 og d4 neyðir hvítan til að leika 8.dxc5 til þess að opna upp stöðuna fyrir biskupaparið. Hvítur mun fylgja eftir með e4 og svartur með ...e5 til þess að varnast því að e- og f-peð hvíts nái völdum yfir of stórum hluta miðborðsins. Önnur leið fyrir svartan er að leika 4...c5 þar sem hvítur leikur 5.d5 til þess að halda miðborðspeðunum sínum saman og ná upp einskonar benoni stöðu. Þar eru helstu framhöldin 5...b5, 5...O-O, 5...Bxc3+ og 5...Rh5. 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 sem breytist í Sämisch afbrigðið hér að neðan.

Sämisch afbrigðið, 4.a3

breyta
abcdefgh
8
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Staðan eftir 4.a3 Bxc3+ 5.bxc3 0-0. Helstu framhöldin í stöðunni eru 6.e3 c5 sem kallast lokaður sämisch og 6.f3 d5 sem kallast opinn sämisch

Sämisch afbrigðið er nefnt eftir Friedrich Sämisch sem notaði það að minnsta kosti tíu sinnum. Radjabov, Jobava, Ivan Sokolov og Kasparov hafa notað afbrigðið auk þess sem Viktor Moskalenko, Botvinnik, Edward Porper og Alexander Ipatov hafa notað það reglulega. Eftir 4.a3 drepur svartur nánast undantekningarlaust á c3 (4...Bxc3+) og hvítur tekur til baka með peðinu (5.bxc3). Þá hefur svartur nokkra möguleika en algengast er að leika 5...c5 eða 5...b6. Einnig er hægt að leika 5...0-0 þar sem 6.f3 er svarað með 6...d5 og kallast það opinn sämisch en 6.e3 c5 er lokaður sämisch.

Fianchetto afbrigðið, 4.g3

breyta

Spielmann afbrigðið, 4.Db3

breyta

Dilworth gambítur, 4.e4

breyta

4.Bd2 afbrigðið

breyta

Tilvísanir

breyta