Nikulás 1. Rússakeisari

(Endurbeint frá Nikulás 1.)

Nikulás 1. (Николай I Павлович; Níkolaj I Pavlovítsj á rússnesku) (6. júlí 1796 – 2. mars 1855) var Rússakeisari frá 1825 til 1855. Hann var jafnframt konungur Póllands og stórhertogi Finnlands. Hann var íhaldsmaður sem stóð fyrir útþenslustefnu, bælingu á andófi, efnahagsstöðnun, dræmu stjórnskipulagi, spilltri stjórnsýslu og fjölmörgum stríðum sem enduðu með ósigri Rússa í Krímstríðinu árin 1853-56. Ævisöguritari hans, Nicholas V. Riasanovsky, segir hann hafa sýnt staðfesti, einbeitingu og mikinn viljastyrk auk skyldurækni og ötulsemi í starfi. Nikulás leit fyrst og fremst á sig sem hermann. Hann var þjálfaður í verkfræði og lét sig varða öll smáatriði. Riasanovski segir Nikulás hafa orðið „táknmynd einveldisins: Mikilfenglegur, staðfastur og voldugur, harður sem steinn og óbilandi eins og forlögin“.[1] Valdatíð hann notaðist við hugmyndafræði „opinbers þjóðernis“ sem var staðfest árið 1833. Hugmyndafræðin var afturhaldsstefna sem byggði á ströngum rétttrúnaði, gerræðislegu stjórnarfari og rússneskri þjóðernishyggju.[2] Nikulás var yngri bróðir forvera síns, Alexanders 1. Rússakeisara. Nikulás erfði krúnuna þrátt fyrir misheppnaða uppreisn gegn sér og varð einn afturhaldssamasti leiðtogi Rússa fyrr og síðar. Herská utanríkisstefna hans leiddi til margra útþenslustyrjalda sem efnahagur Rússaveldis mátti líða fyrir.

Skjaldarmerki Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt Rússakeisari
Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt
Nikulás 1. Rússakeisari
Nikulás 1.
Ríkisár 1. desember 18252. mars 1855
SkírnarnafnNíkolaj Pavlovítsj Romanov
Fæddur6. júlí 1796
 Gattsjína, Rússlandi
Dáinn2. mars 1855 (58 ára)
 Vetrarhöllinni, Sankti Pétursborg, Rússlandi
GröfDómkirkja Péturs og Páls
Konungsfjölskyldan
Faðir Páll 1. Rússakeisari
Móðir Soffía Dórótea af Württemberg
KeisaraynjaKarlotta af Prússlandi
Börn7, þ. á m. Alexander 2. Rússakeisari

Nikulás var sigursæll gegn keppinautum Rússa í suðri í stríði árin 1826–28 þegar hann lagði undir sig síðustu héruð Persa í Kákasus (þar sem í dag eru Armenía og Aserbaísjan). Eftir landvinninga Nikulásar hafði Rússaveldi náð yfirhöndinni bæði landfræðilega og stjórnmálalega í Kákasus gegn Persum. Nikulás vann einnig stríð sitt við Tyrki árin 1828-29. Rússland beið hins vegar afhroð í Krímstríðinu (1853-56). Sagnfræðingar benda á smámunasemi Nikulásar, afskiptasemi hans og lélega hertækni sem ástæður fyrir ósigri Rússa. William C. Fuller bendir á að algeng niðurstaða sagnfræðinga sé sú að „valdatíð Nikulásar 1. hafi verið stórslys bæði með tilliti til innan- og utanríkismála.“[3] Þegar Nikulás lést var Rússaveldi hins vegar á hápunkti landfræðilegar stærðar sinnar og spannaði um 20 milljónir ferkílómetra.

Tilvísanir

breyta
  1. Nicholas Riasanovsky, Nicholas I and Official Nationality in Russia, 1825–1855 (1959). p. 3.
  2. Nicholas Riasanovsky, A History of Russia (4th edition 1984) bls. 323–24
  3. William C. Fuller, Jr., Strategy and Power in Russia 1600–1914 (1998) bls. 243


Fyrirrennari:
Alexander 1.
Rússakeisari
(18251855)
Eftirmaður:
Alexander 2.