Pablo Neruda

(Endurbeint frá Neruda)

Pablo Neruda (12. júlí 190423. september 1973) var höfundarnafn skáldsins Ricardo Eliécer Neftalí Reyes Basoalto frá Síle. Hann er talinn með mestu skáldum á spænsku á 20. öld og fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1971. Hann er hvað þekktastur fyrir ljóðabók sína Canto General (Óðurinn mikli).

Pablo Neruda 1966.

Neruda var alla tíð eindreginn kommúnisti og var sendiherra Síle í Madríd í spænsku borgarastyrjöldinni. Hann varð aðdáandi Stalíns og hélt trúnaði sínum við flokkslínuna til dauðadags, þrátt fyrir að viðurkenna síðar að persónudýrkun á Stalín hefði verið röng. 1945 varð hann öldungadeildarþingmaður. Hann slapp naumlega í útlegð 1948 eftir að hafa gagnrýnt harðlega stjórn Gabriel González Videla sem vinstri flokkarnir höfðu þó stutt til valda og var næstu ár á flakki um Evrópu. Hann sneri aftur til Síle 1952 sem stuðningsmaður Salvador Allende þegar einræði González Videla var að hruni komið.

Eitt og annað

breyta
  • Thor Vilhjálmsson segir um Neruda í greinasafni sínu Hvað er San Marino?: Í ljóðum hans blandast ást á lífinu og hatur á þeim öflum sem vilja spilla því, ofbeldinu. Myndirnar rása fram í ofsalegum kynjaflaumi innblástursins, með karlmannlegum þrótti; breiður og þungur straumur með leiftrandi skynjunum. Hann seilist ofan í átök frumkraftanna í lífinu.

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.