Neríuætt
Neríuætt (Latína: Apocynaceae, dregið af Apocynum, grísku fyrir „frá-hundur“) er ætt blómstrandi plantna sem samanstendur af trjám, runnum, kryddjurtum, þykkblöðungum og klifurjurtum. Ástæðan fyrir latneska nafni ættarinnar er sú að sumar tegundir ættarinnar eru eitraðar hundum og voru jafnvel notaðar sem hundaeitur. Fulltrúar ættarinnar finnast í hitabelti og heittempraða belti allra heimsálfa, nema Suðurskautslandsisn, auk nokkurra tegunda sem lifa á tempruðum svæðum. Ættin Asclepiadaceae tilheyrði áður neríuætt en flokkast nú sem undirætt hennar (nú þekkt sem Asclepiadoideae).
Neríuætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blóm neríunnar (Nerium oleander).
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Samheiti | ||||||||||