Rudolf Schlechter
Friedrich Richard Rudolf Schlechter (16 október 1872 – 16 nóvember 1925) var þýskur flokkunarfræðingur, grasafræðingur, sem og höfundur nokkurra rita um orkídeur. Hann er talinn hafa lagt til nöfn á eitt þúsund nýjar orkídeutegundir (Orchidaceae) auk annarra.[1] Nafn hans er oft skammstafað Schltr. á eftir fræðiheitum.
Hann fór í grasafræðileiðangra til Afríku, Indónesíu, Nýju-Gíneu, Suður og Mið-Ameríku.[2]
Grasafræðisafn hans eyðilagðist í sprengiárásum á Berlín 1945.
Rit
breyta- Die Orchideen von Deutsch-Neu-Guinea, 1914
- Die Orchideen, ihre Beschreibung, Kultur und Züchtung, 1915
- Orchideologiae sino-japonicae prodromus, 1919
- Orchidaceae Powellianae Panamenses, 1922
- Die Orchideenflora der südamerikanischen Kordillerenstaaten (ásamt Rudolf Mansfeld), 1919–1929
- Monographie und Iconographie der Orchideen Europas und des Mittelmeergebietes (ásamt G. Keller), 1925–1943
- Blütenanalysen neuer Orchideen (útgefið af R. Mansfeld), 1930–1934
Tilvísanir
breyta- ↑ „Orchids.co.in“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. febrúar 2007. Sótt 23. júní 2020.
- ↑ „SchlechterFRR“.