Maríuvandarbálkur

Maríuvandarbálkur (latína: Gentianales) er ættbálkur blómplantna. Maríuvandarbálkur samanstendur af meira en 16.000 tegundum sem skiptast í 1.138 ættkvíslir í 5 ættum.[1] Meira en 80% tegunda í maríuvandarbálki tilheyra möðruætt (Rubiaceae).

Maríuvandarbálkur
Dýragras (Gentiana nivalis) er vel þekkt á Íslandi.
Dýragras (Gentiana nivalis) er vel þekkt á Íslandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Gentianales
Ættir

Flokkun

breyta

Eftirfarandi ættir falla undir maríuvandarbálk samkvæmt APG III flokkunarkerfinu:[1]

Skyldleikatré

breyta

Eftirfarandi skyldleikatré er byggt á sameindaerfðafræðilegum rannsóknum á DNA röðum plantna af maríuvandarbálki.[2]

Rubiaceae

Gentianaceae

Loganiaceae

Apocynaceae

Gelsemiaceae

Orðsifjar

breyta

Latneska heiti maríuvandarbálks dregur nafn sitt af heiti ættarinnar Gentianaceae, sem aftur heitir eftir ættkvíslinni Gentiana. Orðið Gentiana kemur frá Gentiusi, í Illyrískum konungi.

Íslenska heiti maríuvandarbálks á á svipaðan hátt rætur að rekja til tegundarinnar Maríuvandar (Gentiana campestris).

Nytjar

breyta

Nokkrar tegundir maríuvandarbálks eru vel þekktar nytjajurtir. Meðal þeirra eru kaffiplantan, Gardenia og neríur.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Angiosperm Phylogeny Group (2009). „An update of the Angiosperm Phylogeny Group classification for the orders and families of flowering plants: APG III“. Botanical Journal of the Linnean Society. 161 (2): 105–121. doi:10.1111/j.1095-8339.2009.00996.x.
  2. Backlund M, Oxelman B, Bremer B (2000). „Phylogenetic relationships within the Gentianales based on NDHF and RBCL sequences, with particular reference to the Loganiaceae“. American Journal of Botany. 87 (7): 1029–1043. doi:10.2307/2657003. JSTOR 2657003.