Nafnskírteini (Ísland)

löggild skilríki á Íslandi

Íslensk nafnskírteini hafa verið gefið út síðan 12. apríl 1965. Þau eru löggild skilríki gefin út af Þjóðskrá Íslands.[1] Nafnskírteini eru einungis gefin út til íslenskra ríkisborgara. Nafnskírteini sem ferðaskilríki er hægt að nota innan Evrópska Efnahagssvæðisins, í stað vegabréfs.[2] Nafnskírteini eru sjaldgæf á Íslandi í dag. Flestir nota ökuskírteini sem skilríki.[3] Árið 2020 höfðu 90.6% Íslendingar ökuskírteini og 91% vegabréf.[4]

Nafnskírteini gefið út frá og með 2024 (framhlið)

Í mars 2024 voru íslensk nafnskírteini uppfærð og uppfylla nú ESB staðla. Þau eru gild ferðaskilríki í ferðum um öllum löndum ESB/EFTA og í öðrum evrópuríkjum. Þetta var ekki áður hægt með eldri nafnskírteinum.[5][6][7]

Bakhlið

Fyrirtækið Auðkenni ehf. gefur út rafræn skilríki og árið 2022 höfðu 97% Íslendingar rafræn skilríki.[8]

Upplýsingar

breyta

Frá og með 6. mars 2024 hafa ný nafnskírteini verið gefin út í kreditkortastærð (ID-1 stærð) og eru gild í Evrópu.[9] Þau uppfylla ESB og ICAO 9303 stöðlum og eru véllesanleg (MRZ) og hafa snertilausa virkni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Útlit nafnskírteinanna byggir á nýjum staðli frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og er Ísland fyrsta landið í heiminum sem gefur út skilríki samkvæmt þessum nýja staðli.

Nýju kortin eru gild erlendis sem ferðaskilríki er hægt að framvísa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), Sviss og nokkur önnur lönd í Evrópu, í stað þess að framvísa vegabréfi. [6] Nafnskírteini sem ekki eru ferðaskilríki eru líka í boði fyrir þá sem ekki hafa rétt á að fá útgefin ferðaskilríki. Nafnskírteini eru rituð bæði á Íslensku og ensku. Gildistími nafnskírteina er 10 ár fyrir fullorðna og 5 ár fyrir börn.[7]

 
Lönd þar sem nafnskírteini er gilt sem ferðaskilríki.

Sem ferðaskilríki

breyta

Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að nota nafnskírteinið til að njóta ferðafrelsis innan EFTA, EES og Norðurlandanna.[6] Einnig eru íslensk nafnskírteini samþykkt sem ferðskilríki í Bosníu og Hersegóvína, Serbía, Albanía, Kosovo, Svartfjallaland, Norður-Makedóníu og Moldóvu.[7]

Innan Norðurlandanna er engin lagaleg skylda íbúa að bera ferðaskilríki samkvæmt Norræna vegabréfsbandalagsins. Hins vegar verður norrænn ríkisborgari að geta sannað ríkisborgararétt sinn með viðunandi hætti; til dæmis með nafnskírteini eða ökuskírteini.[10]

Nafnskírteini sem ekki er ferðaskilríki

breyta

Nafnskírteini sem ekki eru ferðaskilríki eru í boði og þau tilgreina ekki íslenskt ríkisfang.[7] Nafnskírteini sem ekki er ferðaskilríki er fyrir fólk sem t.d. er hefur farbann eða hefur ekki afplánað dóma. Þau gagnast líka börnum á aldrinum 13-18 ára sem sækja um kort án leyfi forsjáraðila.

Gert er grein fyrir nafnskírteini sem eru ekki ferðaskilríki með skilaboðum á bakhlið kortsins og upphafstafir kortanúmerisins er II (í stað ID fyrir nafnskírteini sem er ferðaskilríki)[11]

Útgáfa

breyta

Skírteini eru gefin út af sýslumönnum fyrir hönd Þjóðskrár Íslands. Nafnskírteini eru gefin út á sama hátt og íslenskt vegabréf. Fyrir nafnskírteini sem ekki er ferðaskilríki fyrir börn undir 13 ára aldri þarf samþykki forsjáraðila. Fyrir nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir barn undir 18 ára aldri þarf einnig samþykki forsjáraðila.[7]

Umsækjendur verða að mæta á útgáfustað og framvísa löggildum skilríkjum (vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini). [12] Ef ekki er hægt að framvísa skilríkjum þurfa tvö vitni, yfir 18 ára aldri, að staðfesta auðkenni umsækjandans með skilríki.

Erlendis geta Íslensk sendiráð einnig gefið út nafnskírteini á sama hátt og vegabréf frá og með 1. apríl 2024.[7]

Tilvísanir

breyta
  1. „Fá nafnskírteinin nýtt hlutverk?“. Skilriki.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2023. Sótt 15. júní 2023.
  2. „Nafnskírteini sem ferðaskilríki | Þjóðskrá“. skra.is. Sótt 21. mars 2024.
  3. „Digital driving licence only valid in Iceland | Ísland.is“. island.is (enska). Sótt 15. júní 2023.
  4. Registers Iceland (desember 2022). „Fjöldi gildra vegabréfa í desember 2022“.
  5. „Ný nafnskírteini sem standast kröfur“. www.mbl.is. Sótt 13. júní 2023.
  6. 6,0 6,1 6,2 Icelandic Parliament (8. júní 2023). „Lög um nafnskírteini“.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 „Spurt og svarað | Þjóðskrá“. skra.is. Sótt 5. mars 2024.
  8. Auðkennisappið, rafræn skilríki - Tengjum ríkið 2022 (enska), sótt 15. júní 2023.
  9. „Security of Icelandic ID cards | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 9. mars 2024.
  10. „Den nordiska passkontrollöverenskommelsen | Nordic cooperation“. www.norden.org (sænska). Sótt 16. júní 2023.
  11. „Security of Icelandic ID cards | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 8. mars 2024.
  12. „ID card | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 13. júní 2023.