NCIS (4. þáttaröð)
Fjórða þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 19. september 2006 og sýndir voru 24 þættir.
Aðalleikarar
breyta- Mark Harmon sem Leroy Jethro Gibbs
- Michael Weatherly sem Anthony Tony DiNozzo
- Cote de Pablo sem Ziva David
- Pauley Perrette sem Abby Sciuto
- David McCallum sem Donald Ducky Mallard
- Sean Murray sem Timothy McGee
- Lauren Holly sem Jennifer Shepard
- Brian Dietzen sem Jimmy Palmer
Aukaleikarar
breyta- Muse Watson sem Mike Franks
- Liza Lapira sem Michelle Lee
- Susanna Thompson sem Hollis Mann
- Scottie Thompson sem Jeanne Benoit
- David Dayan Fisher sem Trent Kort
- Joe Spano sem Tobias Fornell
Þættir
breytaTitill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Shalom | Donald Bellisario og John Kelley | William Webb | 19.09.2006 | 1 - 71 |
Ziva verður vitni að tilraun manndráps og verður eftirsótt af alríkislögreglunni sem morðingjinn. Er hún neydd til þess að biðja Gibbs um aðstoð. | ||||
Escaped | Steven Binder og Christopher Silber | Dennis Smith | 26.09.2006 | 2 - 72 |
Gibbs aðstoðar Fornell þegar eftirlýstur morðingji hótar Fornell. Biður Gibbs um starf sitt aftur tímabundið til þess að geta enduropnað mál morðingjans. | ||||
Singled Out | David North | Terrence O´Hara | 03.10.2006 | 3 - 73 |
Blóðugur bíll liðsforingja finnst tómur, leiðir rannsóknin NCIS liðið að stefnumótastað fyrir einhleypa. | ||||
Faking It | Shane Brennan | Thomas J. Wright | 10.10.2006 | 4 - 74 |
Undirforingji finnst látinn í bíl sínum þar sem NCIS er skrifað í blóði á sætið. Rannsóknin verður flóknari þegar heimavarnarskrifstofan segir að rússneski njósnari sem er grunaður um morðið vinnur fyrir þá. | ||||
Dead and Unburied | Nell Scovell | Colin Bucksey | 17.10.2006 | 5 - 75 |
Þegar týndur sjóliði finnst myrtur í tómu húsi, þá uppgvötar NCIS liðið að hann hafi verið grafinn í bakgarðinum og síðan grafinn upp aftur. | ||||
Witch Hunt | Steven Kriozere | James Whitmore Jr. | 31.10.2006 | 6 - 76 |
NCIS liðið rannsakar mannrán á dóttur sjóliða sem finnst myrtur á heimili sínu. Rannsóknin leiðir í ljós að foreldrarnir bjuggu ekki saman og að stelpan gæti verið dóttir fyrrverandi kærasta konunnar. | ||||
Sandblast | Robert Palm | Dennis Smith | 07.11.2006 | 7 - 77 |
Þegar ofursti deyr í sprengingu á golfvelli, þá verður NCIS liðið að rannsaka málið í samstarfi við ofurstann Hollis Mann frá herrannsóknardeildinni (CID). | ||||
Once a Hero | Shane Brennan | Thomas J. Wright | 14.11.2006 | 8 - 78 |
Fyrrverandi sjóliði fellur til dauða á hóteli. Við rannsókn málsins þá kemst NCIS liðið að því að hann var heimilislaus og hafði verið heiðraður fyrir afrek sín hjá sjóhernum. | ||||
Twisted Sister | Steven Binder | Terrence O´Hara | 21.11.2006 | 9 - 79 |
McGee brýtur allar reglur og stofnar starfi sínu í hættu þegar yngri systir hans kemur til hans öll blóðug og minnislaus. | ||||
Smoked | John Kelley og Robert Palm | Dennis Smith | 28.11.2006 | 10 - 80 |
Í samstarfi við alríkislögregluna þá eltir NCIS liðið raðmorðingja eftir að maður finnst látinn í reykháfi á herstöð. | ||||
Driven | Richard Arthur, John Kelley og Nell Scovell | Dennis Smith | 12.12.2006 | 11 - 81 |
Kona finnst látin í tölvustýrðum jeppa sem hún var að vinna að. Við fyrstu sýn virðist um skemmdarverk sé að ræða, en þegar Abby gerir tilraunir á bílnum þá dlætur hún næstum því lífið við það. | ||||
Suspicion | Shane Brennan | Colin Bucksey | 16.01.2007 | 12 - 82 |
Þegar sjóliði finnst myrtur á móteli í litlum smábæ, þá er NCIS liðið kallað til. Sem uppgvötar sér til mikillar skelfingar að búið er að hreinsa glæpavettvanginn og að krufning hefur þegar verið gerð. | ||||
Sharif Returns | Steven Binder | Terrence O´Hara | 23.01.2007 | 13 – 83 |
NCIS liðið kemst að því að 10 kílógrömm af hættulegu efnavopni er nú í höndunum á Mamoun Sharif, eftirlýstum hryðjuverkamanni. Reynir liðið að nota alla sína krafta að finna Sharif áður en hann planar næstu árás. | ||||
Blowback | Shane Brennan, David North og Christopher Silber | Thomas J. Wright | 06.02.2007 | 14 - 84 |
Ducky tekur þátt í leyniaðgerð sem vopnasali eftir að alþjóðlegur vopnasali að nafni Goliath sem NCIS liðið hafði handtekið lætur lífið. | ||||
Friends and Lovers | John Kelley | Dennis Smith | 13.02.2007 | 15 - 85 |
NCIS liðið rannsakar andlát sjóliða sem er talinn hafa látist úr ofstórum lyfjaskammti, þangað til Abby uppgvötar blóðug skilaboð. | ||||
Dead Man Walking | Nell Scovell | Colin Bucksey | 20.02.2007 | 16 - 86 |
Liðsforingi kemur á skrifstofu NCIS og segist hafa verið byrlað eitur. NCIS liðið reynir að komast að því hver myndi vilja myrða liðsforingjann og Ziva bindist tilfinningalegum böndum við hann. | ||||
Skeletons | Jesse Stern | James Whitmore Jr. | 27.02.2007 | 17 - 87 |
Sprenging verður í hergrafhýsi með þeim afleiðingum að nokkrir líkamspartar finnast. Svo virðist sem NCIS liðið er að eltast við raðmorðingja. Gibbs verður hissa á loka útkomunni í málinu. | ||||
Iceman | Shane Brennan | Thomas J. Wright | 20.03.2007 | 18 - 88 |
Maður lifnar við í miðri krufningu hjá Ducky. NCIS liðið reynir að rekja ferðir hans áður en hann lenti hjá Ducky. Uppgvötar liðið tengingu á milli mannsins og fortíðar Gibbs. | ||||
Grace Period | John Kelley | James Whitmore Jr. | 03.04.2007 | 19 - 89 |
Ónafngreint símtal til NCIS um hugsanlegan hryðjuverkamann leiðir tvo NCIS fulltrúa í gildru sem endar með dauða þeirra. | ||||
Cover Story | David North | Dennis Smith | 10.04.2007 | 20 - 90 |
Við rannsókn á dauða undirforingja þá kemst McGee að því að einhver er að endurskapa glæpavettvanga úr nýjustu bókinni sem hann er að skrifa. | ||||
Brothers In Arms | Steven Binder | Martha Mitchell | 24.04.2007 | 21 - 91 |
Heimildarmaður sem Shepard er að hitta er drepinn fyrir framan hana. | ||||
In The Dark | Steven Binder | Thomas J. Wright | 01.05.2007 | 22 - 92 |
Aðstoðarmaður blinds ljósmyndara sér látinn sjóliða á einni af myndunum hans. | ||||
Trojan Horse | Donald Bellisario og Shane Brennan | Terrence O´Hara | 08.05.2007 | 23 - 93 |
Maður finnst látinn í leigubíl fyrir utan skrifstofur NCIS, á samatíma er Gibbs tímabundið yfir NCIS á meðan Shepard er erlendis. | ||||
Angel of Death | Donald Bellisario | Dennis Smith | 22.05.2007 | 24 - 94 |
Dýpstu leyndarmál allra hjá NCIS liðinu er í hættu þegar heimavarnarskrifstofan lætur þau taka lygapróf. Á sama tíma þá eru Tony og kærasta hans Jeanne tekin gíslar af eiturlyfjasala. | ||||
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „NCIS (season 4)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. apríl 2011.
- NCIS: Naval Criminal Investigative Service á Internet Movie Database
- http://www.cbs.com/primetime/ncis/ Heimasíða NCIS á CBS