Nóbelsverðlaunin

árleg verðlaun veitt fyrir framúrskarandi framlög til samfélagsins
(Endurbeint frá Nóbels-verðlaunin)
Nóbelsverðlaunin
Friðarverðlaun
Bókmenntir
Eðlisfræði
Efnafræði
Læknisfræði
Hagfræði

Nóbelsverðlaunin eru veitt árlega til einstaklinga eða samtaka sem hafa veitt framúrskarandi framlög til samfélagsins, hvort sem er í gegnum rannsóknir, listsköpun eða öðru. Litið er á þessi verðlaun sem æðstu viðurkenningu sem fólk getur fengið fyrir framlög til mannkynsins.

Afhending friðarverðlauna Nóbels 1963.

Verðlaunin voru sett á fót sem hinsta ósk hins sænska Alfred Nobels (1833-1896), sem fann upp dýnamítið. Hann var hneykslaður á því hvernig uppfinning hans var notuð til illra verka og vildi að verðlaunin færu til þeirra sem gerðu heiminn að betri stað til að lifa í.

Fyrstu verðlaunin voru afhent við athöfn árið 1901, í gamla konunglega músíkskólanum í Stokkhólmi og voru veitt í greinunum bókmenntir, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði.

Verðlaunin eru afhent 10. desember (dagurinn sem Nobel dó) hvers árs en oftast er tilkynnt hverjir verðlaunahafarnir eru í október.

Í dag eru veitt verðlaun í eftirfarandi flokkum:

Íslenskir nóbelsverðlaunahafar

breyta