Leikfélag Kópavogs

Leikfélag Kópavogs er áhugaleikfélag í Kópavogi sem var stofnað 5. janúar 1957. Fyrsta verkefni félagsins var Spanskflugan eftir Arnold og Bach og var sýnt í barnaskólanum Kópavogsskóla þar sem ekki var til húsnæði í bænum fyrir leiksýningar.

Starfsemi félagsins fluttist yfir í Félagsheimili Kópavogs árið 1959 og var það aðsetur félagsins allt til ársins 2007 þegar neðsta hæð Félagsheimilisins var tekin undir skrifstofur bæjarins. Þann 3. nóvember 2007 var skrifað undir rekstrar- og samstarfssamning til 10 ára milli Leikfélagsins og Kópavogsbæjar og fékk félagið þá um leið húsnæðið að Funalind 2 í Kópavogi til afnota. Leikhúsið að Funalind 2 var formlega opnað í október árið 2008 með sýningu á Skugga-Sveini.

Listi yfir stærri verkefni Leikfélags Kópavogs í Leikhúsinu:

  • Skugga-Sveinn 2008 - Leikstjóri Ágústa Skúladóttir
  • Rúi og Stúi 2009 - Leikstjóri Hörður Sigurðarson
  • Umbúðalaust 2010 - Leikstjóri Vigdís Jakobsdóttir
  • Bót og betrun 2011 - Leikstjóri Hörður Sigurðarson
  • Hringurinn 2012 - Leikstjóri Hörður Sigurðarson
  • Gutti og félagar 2013 - Leikstjóri Örn Alexandersson
  • Þrjár systur 2014 - Leikstjóri Rúnar Guðbrandsson
  • Elskhuginn 2014 - Leikstjóri Örn Alexandersson
  • Óþarfa offarsi 2015 - Leikstjóri Hörður Sigurðarson

Leikfélag Kópavogs hefur verið aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga frá stofnun félagsins.

Tenglar

breyta