Náttúruvísindi

(Endurbeint frá NÁT)

Náttúruvísindi eða náttúrufræði eru fræði um náttúruna, sem beita vísindalegum aðferðum, þ.á.m. rannsóknum og mælingum, til að skýra náttúrufyrirbæri og skilja þau og setja fram kenningar um þau. Þeir sem stunda rannsóknir á náttúrunni kallast náttúrufræðingar.

Náttúruvísindi.

Upphaf náttúruvísinda má rekja aftur til fornaldar, einkum Aristótelesar, sem gerði athuganir á náttúrunni og dró ályktanir, þó aðferðir hans hafi verið fjarri því sem nú kallast vísindaleg aðferð. Vegna rita hans um getnað, göngulag og hreyfingu dýra og aðrar rannsóknir á dýrum mætti kalla Aristóteles föður dýrafræðinnar. Áhrif hans voru gríðarleg og þeirra gætti fram á miðaldir, ef ekki lengur, ekki síst vegna Kaþólsku kirkjunnar, sem taldi kenningarnar samræmast biblíunni. Margt af kenningum Aristotelesar hefur þó ekki staðist tímans tönn.

Miklar framfarir urðu í náttúruvísindum á síðmiðöldun með vísindabyltingunni, ekki síst vegna framfara í stærðfræði og stjörnufræði. Á upplýsingaöld var lagður grunnur að nútíma náttúruvísindum með þróun á vísindalegum aðferðum.

Helstu greinar náttúrufræðinnar

breyta

Umdeilt er hvort stærðfræði, læknisfræði og tölvunarfræði teljist náttúruvísindi.

Náttúruvísindanám

breyta

Nám í náttúruvísindum fer að hluta fram í framhaldsskólum og síðar til B.S., M.S. og doktorsprófs í háskólum. Í Raunvísindadeild Háskóla Íslands eru eftirfarandi greinar náttúruvísinda kenndar :