My Chemical Romance

(Endurbeint frá My Chem)

My Chemical Romance (einnig þekkt sem My Chem eða MCR) er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð 2001. Meðlimir hennar eru:

My Chemical Romance
My Chemical Romance á tónleikum í Ástralíu.
My Chemical Romance á tónleikum í Ástralíu.
Upplýsingar
UppruniJersey City, New Jersey, Bandaríkin
Ár20012013
StefnurÖðruvísi rokk
ÚtgáfufyrirtækiEyeball Records
Reprise Records
Warner Music
MeðlimirBob Bryar
Ray Toro
Gerard Way
Mikey Way
Frank Iero
Fyrri meðlimirMatt Pelissier
Vefsíðamychemicalromance.com

Saga hljómsveitarinnar

breyta

2001 til 2002

breyta

Hljómsveitin var formlega stofnuð árið 2001, stuttu eftir árásirnar þann 11. september sama ár, af þeim Gerard Way og fyrrum trommara Matt Pelissier. Áhrifin sem að árásirnar á World Trade Center höfðu á Gerard Way voru alveg til hið ítrasta. Eða alveg það miklar að hann ákvað að stofna hljómsveit.

 
I might get hit by a bus tomorrow, I don't wanna live my life regretting I never started a band.
 

Gerard samdi síðan lagið Skylines and Turnstiles til að láta í ljós tilfiningar sýnar á árásunum. Stuttu eftir allt þetta var Ray Toro beðinn að koma og sameinast hljómsveitinni þar sem að Gerard gat ekki á þeim tíma bæði spilað á gítar og sungið. Fyrstu upptökur strákanna voru uppi á háalofti hjá Matt Peliessier, þar sem að þeir tóku upp lögin Our Lady of Sorrows og Cubicles. Mikey Way, yngri bróðir Gerards, heyrði demóið og fýlaði það svo mikið að hann ákvað að ganga til liðs við hljómsveitina sem bassaleikari, þar sem hann kunni ekki mikið á bassa hætti hann í háskóla og sótti bassatíma í staðinn.

My Chemical Romance gerði samning við útgáfufyrirtækið Eyeball Records og spiluðu eftir það með Pencey Prep og Thursday. Það var á þeim tíma og stað þar sem að þeir hittu Frank Iero, sem var aðalsöngvari og gítarleikari Pencey Prep. Eftir að sú hljómsveit hætti á árunum 2001 og 2002, fór Frank að spila fyrir My Chemical Romance á gítar (ásamt Ray Toro sem var í hljómsveitinni fyrir) og gerðist allt þetta aðeins örfáum dögum áður en að þeir tóku upp fyrsta diskinn. Sá diskur heitir I Brought You My Bullets, You Brought Me Your Love. Hann var gefinn út árið 2002. Á þessum disk, þrátt fyrir að vera aðeins nýbyrjaður í hljómsveitinni, spilaði Frank Iero í tvem af þeim lögu sem voru á disknum: Early Sunsets Over Monroeville og Demolition Lovers. Eftir það fór hljómsveitin að fá meiri og meiri athygli...

2003 til 2006

breyta

Árið 2003, gerði bandið samning við Reprise Records og túruðu með Avenged Sevenfold. Þá byrjuðu þeir að vinna í sinni seinni plötu, sem síðan var kölluð Three Cheers For The Sweet Revenge sem síðan var gefin út árið 2004. Sú plata náði platínu innan árs. Í júlí árið 2004 fóru strákarnir til Japans. Eftir að heim var komið, enudurnýjuðu þeir trommarann. Í staðinn fyrir Matt Pelissier kom Bob Bryar.

Árið 2005 fóru hlutirnir að gerast hraðar, fullt af hlutum fóru að gerast. Hljómsveitin átti byrjunaratriði á American Idiot túrnum (Green Day) og tóku upp lag með The Used. Það var cover-lag frá David Bowie og Queen sem heitir Under Pressure og var því síðan selt í gegnum netið með iTunes og öðrum löglegum tónlistar-dreifendum. 21. mars 2006 var tveggja diska DVD gefinn út, sem bar nafnið Life On The Murder Scene. Einn diskurinn af tvem hafði að geyma sögu hljómsveitarinnar og hinn tónlistarmyndbönd og bakvið tjöldin varðandi gerð mynbandanna. Auk þess nokkrar upptökur af einhverjum lögum á tónleikum.

Hljómsveitin byrjaði að vinna í þriðja disknum sínum (fyrir utan DVD) 10. apríl 2006 með Rob Cavallo, sem hefur gefið út nokkra diska með Green Day. Diskurinn átti upphaflega að heita The Rise And Fall Of My Chemical Romance en í viðtali við Kerrang (tímarit) kom Gerard með þá uppástungu að það væri aðeins titillinn sem þeir notuðu meðan þeir væru að vinna í plötunni. 3. ágúst 2006 kláruðu þeir tókur á fyrstu tvem lögunum á disknum, Welcome To The Black Parade og Famous Last Words. Bæði videoin voru gerð á einum degi og sama deginum. Við gerð þess seinna, sem var Famous Last Words brenndi Bob sig á fæti og fékk þriðja stigs bruna. Upptökunum stjórnaði Sam Bayer, sem stjórnaði líka Smells Like Teen Spirit (Nirvana) og einhverjum lögum af American Idiot disknum (Green Day).

2006 til 2008: The Black Parade

breyta

Árið 2006 var diskurinn The Black Parade gefinn út (sem hét fyrst The Rise And Fall Of My Chemical Romance). Hann sló í gegn, enda á honum frábær lög á borð við Teenagers og Mama. 22. ágúst 2006 kom hljómsveitin fram og kynnti og spilaði lögin af The Black Parade. Miðarnir á þessa tónleika seldust upp á 15 mínútum.

Í tímaritinu Rolling Stone, var The Black Parade valinn tuttugasti besti diskur ársins.

My Chemical Romance unnu verðlaunin the best international band á NME Awards. Gerard Way vann einnig „Hero of the Year“ verðlaunin.

19. apríl 2007 var það tilkynnt að Mikey Way mundi tímabundið yfirgefa hljómsveitina til að eyða tíma með nýrri eiginkonu Alicia Simmons-Way. Sá sem spilaði í stað hans á þessum tíma var Matt Cortez en Mikey kom aftur 29. ágúst sama ár á tónleikum sem voru í Holmdel, New Jersey og fyrsta lagið sem hann spilaði var I'm Not Okay (I Promise).

1. júní 2008 gafu þeir svo út diskin The Black Parade Is Dead sem inniheldur seinustu tónleikana sem My Chemical Romance spiluðu sem the Black Parade.

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.