Mind er virt breskt tímarit um heimspeki, sem er gefið út hjá Oxford University Press fyrir hönd Mind Association. Í tímaritinu eru birtar greinar innan rökgreiningarhefðarinnar í heimspeki. Tímaritið kom fyrst út árið 1876. Árið 1891 hófst útgáfan upp á nýtt og var kölluð „nýja röðin“ (‚New Series‘).

Í upphafi var tímaritið tileinkað þeirri spurningu hvort sálarfræði gætu talist til náttúruvísinda, en eins og áður segir er athyglinni beint að rökgreiningarheimspeki í dag.

Núverandi ritstjóri tímaritsins er Thomas Baldwin, prófessor við University of York.

Frægar greinar

breyta

Fræg grein eftir Bertrand Russell, Um tilvísun (On Denoting) var birt í fyrsta sinn í Mind 1905 og Alan Turing setti fyrst fram hugmyndina um Túringprófið í 1950 hefti af Mind.[1]

Ritstjórar

breyta

Tengill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2007. Sótt 3. september 2006.

Heimild

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.