Michiganvatn
(Endurbeint frá Michigan-vatn)
Michiganvatn er eitt af Vötnunum miklu í Norður-Ameríku og það eina af þeim sem er allt innan landamæra Bandaríkjanna. Það er í fylkjunum Wisconsin, Illinois, Indiana og Michigan. Orðið Michigan átti upphaflega aðeins við vatnið sjálft og er talið koma úr máli ojibweindíána þar sem það merkir „stórt vatn“. Tólf milljónir manna búa við vatnið og þar eru meðal annars borgirnar Chicago og Milwaukee.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Michiganvatni.