Menon (Platon)
(Endurbeint frá Menón)
Þessi grein fjallar um samræður eftir Platon |
1. fjórleikur: |
Evþýfron |
Málsvörn Sókratesar |
Kríton — Fædon |
2. fjórleikur: |
Kratýlos — Þeætetos |
Fræðarinn |
Stjórnvitringurinn |
3. fjórleikur: |
Parmenídes — Fílebos |
Samdrykkjan — Fædros |
4. fjórleikur: |
Alkibíades I — Alkibíades II |
Hipparkos — Elskendurnir |
5. fjórleikur: |
Þeages — Karmídes |
Lakkes — Lýsis |
6. fjórleikur: |
Evþýdemos — Prótagóras |
Gorgías — Menon |
7. fjórleikur: |
Hippías meiri — Hippías minni |
Jón — Menexenos |
8. fjórleikur: |
Kleitofon — Ríkið |
Tímajos — Krítías |
9. fjórleikur: |
Mínos — Lögin |
Epinomis — Bréf |
Verk utan fjórleikja: |
(Almennt talin ranglega eignuð Platoni |
að eftirmælunum undanskildum) |
Skilgreiningar — Um réttlætið |
Um dygðina — Demodókos |
Sísýfos — Halkýon |
Eryxías — Axíokkos |
Eftirmæli |
Menon eða Menón er sókratísk samræða eftir forngríska heimspekinginn Platon. Meginumfjöllunarefnið er eðli dygðarinnar en markmið samræðunnar er að finna skilgreiningu á dygð sem slíkri. Í samræðunni setur Platon fram upprifjunarkenninguna svonefndu, sem kveður á um að allt nám sé upprifjun þekkingar sem sálin býr yfir. Samræðan er venjulega talin hafa verið samin undan Fædoni, Ríkinu og Samdrykkjunni.