Melania Trump
Melania Trump (áður Melanija Knavs; fædd 26. apríl 1970) er slóvensk fyrrverandi fyrirsæta og þriðja eiginkona 45. forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump[1]. Melania var forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 2017 til 2021 þegar Donald J. Trump eiginmaður hennar var forseti Bandaríkjanna og verður aftur forsetafrú 20. janúar á nýju ári þegar Trump tekur við embætti forseta á ný.
Melania Trump | |
---|---|
Forsetafrú Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 2017 – 20. janúar 2021 | |
Forseti | Donald Trump |
Forveri | Michelle Obama |
Eftirmaður | Jill Biden |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 26. apríl 1970 Novo Mesto, Júgóslavíu (nú Slóveníu) |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Donald Trump (g. 2005) |
Börn | Barron Trump |
Starf | Forsetafrú |
Undirskrift |
Melania er fædd í slóvensku borginni Novo Mesto(en) í suð-austurhluta landsins. Hún ólst upp í smábænum Sevnica, í þáverandi Júgóslavíu[2]. Hún starfaði sem fyrirsæta gegnum umboðskrifstofur í Mílanó og París, áður en hún fluttist til New York árið 1996[3]. Hún hefur meðal annars verið á skrá hjá Irene Marie Models og Trump Model Management[4].
Hún hlaut landvistarleyfi í Bandaríkjunum árið 2001[5]. Hún giftist auðjöfrinum Donald Trump í janúar 2005. Þau hjónin eignuðust soninn Barron í mars ári seinna. Þá hlaut Melania bandarískan ríkisborgarrétt í júlí 2006[6].
Melania er önnur bandaríska forsetafrúin sem fædd er utan Bandaríkjanna (að frátöldum þeim sem fæddar eru á því svæði sem í dag kallast Bandaríkin, fyrir stofnun Bandaríkjanna[7]), sú fyrsta sem fer í gegnum umsóknarferli bandarísks ríkisborgararéttar[8] og sú fyrsta sem talar annað mál en ensku sem fyrsta mál[9].
Uppvaxtarár
breytaMelanija Knavs fæddist í Novo Mesto í Slóveníu, þáverandi sambandslýðveldi Júgóslavíu, þann 26. apríl 1970[10][11]. Foreldrar hennar eru Viktor Knavs (fæddur 24. mars 1944), bílasali frá smábænum Radeče[12][13]. Móðir hennar Amalija (fædd Ulčnik, 9, júlí 1945), kom frá smábænum Raka og starfaði sem textílhönnuður fyrir barnafatnaðarframleiðandann Jutranijka í bænum Sevnica, við Króatísku landamærin[14][15]. Fyrirsætuferill Melaniu hófst snemma, en strax í barnæsku tók hún þátt í tískusýningum á vegum Jutranijka, ásamt öðrum börnum starfsmanna fyrirtækisins[16].
Melania á tvö systkini, eldri systurina Ines, sem hún er í góðu sambandi við[17], auk samfeðra eldri hálf-bróður sem hún hefur að sögn aldrei hitt[18][19].
Melania ólst upp í fábrotinni blokkaríbúð í Sevnica. Faðir hennar, Viktor Knavs, var meðlimur í Kommúnistaflokk Slóveníu, þar sem trúleysi var reglan[20]. Þó lét hann skíra dætur sínar til kaþólsku með leynd, eins og tíðkaðist gjarnan meðal flokksmeðlima. Þegar Trump-hjónin hittu Frans Páfa í Vatíkaninu 2017 á Melania að hafa beðið hann að blessa talnabandið sitt[21].
Á unglingsárum bjó Melania ásamt fjölskyldu sinni í tvíbýli í Sevnica[22]. Hún fluttist síðar til Ljubljana til þess að fara í framhaldsnám, sem hún þó kláraði ekki[23].
Ferill
breytaMelania hóf fyrirsætuferilinn fimm ára gömul og sat fyrir í auglýsingum frá sextán ára aldri, fyrst þegar hún sat fyrir hjá slóvenska tískuljósmyndaranum Stane Jerko[24]. Samhliða því hætti hún að nota slóvenska nafnmið „Knavs“ og tók upp þýskan rithátt af sama nafni; „Knauss“[25]. Átján ára gömul fékk hún samning við umboðsskrifstofu í Mílanó á Ítalíu[26]. Árið 1992 var hún í öðru sæti í Jana Magazine, í keppni um titilinn Útlit ársins[27]. Hún lagði stund á arkítektúr í eitt ár áður en hún hætti námi[28]. Í framhaldinu sat Melania fyrir hjá tískuhúsum í Mílanó og París. Árið 1995 hitti hún meðeiganda Metropolitan Models skrifstofunnar Paolo Zampolli, sem var vinur Donalds Trumps, mannsins sem hún átti eftir að giftast. Paolo var á ferð um Evrópu í leit að nýjum fyrirsætum. Hann hvatti Melaniu eindregið til að fara til Bandaríkjanna og bauðst til að fara með umboð fyrir hana þar[29].
Árið 1996 flutti Melania til Manhattan í New York[30]. Paolo fann handa henni íbúð í Zeckendorf Towers á Union Square, sem hún deildi með ljósmyndaranum Matthew Atanian[31]. Árið 1996 sat húm fyrir, ásamt annari fyrirsætu, í kynferðislega ögrandi myndaþætti í janúarhefti franska karlablaðsins Max[32]. Árið 2000 sat hún einnig nakin fyrir í janúarhefti bresku útgáfu karlablaðsins GQ, íklædd aðeins feldi og demöntum, í Boeing 727 einkaþotu Donalds Trumps[33]. Myndirnar komust í kastljós fjölmiðla skömmu eftir forsetakosningarnar 2016, en Donald Trump varði Melaniu opinberlega og sagði meðal annars að myndir af þessu tagi væru mjög algengar í Evrópu[34].
Árið 2010 setti Melania skartgripalínu á markað, sem hún kallaði Melania Timepieces and Jewelry, sem seld var á kapalstöðinni QVC[35]. Þá sendi hún einnig frá sér húðlínu, Melania Marks Skin Care Collection sem seld var í lausasölu í dýrum merkjaverslunum[36]. Samkvæmt opinberum gögnum frá 2010 hagnaðist hún um meira en 15.000 bandaríkjadali á viðskiptum það árið, en þá er talið að upphæðin hafi náð allt að 50.000 dölum[37]. Haft var eftir framleiðendum árið 2017 að þeir hafi slitið öllum viðskiptasamningum við hana, en mikið fjölmiðlafár upphófst í kringum þennan rekstur verðandi forsetafrúarinnar, um það leyti sem Trump var kosinn. Daginn sem Trump tók við embætti forseta voru fyrirtæki hennar og varningur auglýst inni á vef Hvíta hússins, en upplýsingarnar fjarlægðar skömmu síðar[38]. Haft var eftir talsmanni Hvíta hússins að fyrirtækin væru ekki lengur starfandi og að „forsetafrúin hefði ekki í hyggju að misnota stöðu sína í hagnaðarskyni og ætlaði ekki að gera slíkt“[39].
Helstu átakamál
breytaForsetatíð Donalds Trumps var af mörgum talin einkennast af átökum sem bendla má við menningarstríð[40][41]og Melania Trump fór ekki varhluta af athyglinni og gagnrýninni sem því fylgdi.
„The Melania-Tapes“
breytaSumarið 2018 var forsetafrúin leynilega hljóðrituð af fyrrverandi vinkonu og samstarfskonu sinni Stephanie Winston Wolkoff. Þar lét hún í ljós gremju yfir linnulausri gagnrýni sem hún hafði sætt í fjölmiðlum, vegna stefnu eiginmannsins í innflytjendamálum. Donald Trump hafði látið skilja að fjölskyldur flóttafólks á Mexíkósku landamærunum. Vöktu aðfarirnar heimsathygli fyrir að vera ómannúðlegar og óvenjulega harðar í vestrænu ríki, auk þess að vera brot á barnasáttmálanum. Á meðan á því gekk hafði Melania sinnt skyldum sínum í Hvíta húsinu, svo sem jólaskreytingum.
Meðal þess sem fram kom á upptökum Wolkoff eru eftirfarandi ummæli: „Þau segja að ég sé samsek, að ég sé eins og hann. Ég styðji hann og ég segi ekki nóg, ég geri ekki nóg í minni stöðu“[42].
Játningar Stephanie Wolkoff
breytaFyrrnefnd Stephanie Wolkoff gaf út bók um samband sitt við forsetafrúna þar sem hún lýsti samskiptum þeirra í smáatriðum og fór ítarlega í saumana á ringulreiðinni sem ríkti í Hvíta húsinu þegar Trump tók við völdum. Jafnframt segir hún forsetahjónin hafa svikið sig, rænt sig mannorðinu og haft af sér fjárhæðir í formi vangoldinna launa[43].
Nektarmyndir
breytaMeðal þess sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir eru nektarmyndir sem The New York Post birti á forsíðu sinni í júlí 2016[44]. Þá hlaut hún harða gagnrýni fyrir baráttu sína gegn neteinelti[45], en eiginmaður hennar þótti með afburðum ágengur og óvæginn við andstæðinga sína á samfélagsmiðlum. Deginum áður en Melania Trump kynnti átak sitt gegn neteinelti réðst Donald Trump til atlögu gegn umhverfisaktivistanum Gretu Thunberg, hæddi hana opinberlega á samfélagsmiðlareikningi sínum, og fann henni meðal annars til vansa að vera á einhverfurófi[46]. Karen Tumulty, blaðamaður hjá The Washington Post gekk svo langt að segja að framganga Melaniu væri hræsin og óverjandi[47].
Búseta
breytaMelania Trump var einnig gagnrýnd fyrir þá ákvörðun að flytja ekki beint til Washington þegar Donald Trump tók við embætti, heldur dvelja áfram svo vikum skipti, að heimili sínu í New York með syninum Barron Trump[48]. Gagnrýnin sneri helst að því að öryggisgæsla vegna ákvörðunarinnar var talin nema 130.000 - 150.000 bandaríkjadölum á dag, samkvæmt fréttamiðlinum Business Insider[49], og þá var frátalinn kostnaður vegna flugferða milli Washington og New York. Þótti gagnrýnendum hennar þetta slæm meðferð á skattfé.
Fatnaður
breytaForsetafrúin hefur oft verið harðlega gagnrýnd fyrir klæðaburð sinn og hefur umræðan yfirleitt snúist á þann veg að hún sé taktlaus og úr tengslum við líf venjulegs fólks. Tveir af jökkum Melaniu hafa vakið sérstaklega mikla athygli og reiði meðal almennings. Má þar nefna Dolce & Gabbana jakka sem hún klæddist á leiðinni á G-7 leiðtogafund á Ítalíu. Jakkinn kostaði um 60.000 bandaríkjadali sem þótti óboðlega há upphæð, enda er virði jakkans meira en árslaun venjulegs bandarísks verkamanns[50].
Þá uppskar forsetafrúin litlar vinsældir í júní 2018, þegar hún fór að hitta fangelsuð börn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún klæddist grænum jakka sem á stóð „I really don't care, do u?“ sem á íslensku útleggst: „Mér er í alvöru sama, en þér?“[51].
Staðgengla-samsærið
breytaÞá hafa samsæriskenningar flogið um netheima þess efnis að Melania sé með leikkonur í vinnu fyrir sig, tvífara, sem mæti hennar í stað á opinbera viðburði og athafnir. Camille Caldera hjá USA Today telur sig hafa afsannað kenninguna[52] sem lifir þó enn góðu lífi á öldum rafrænna ljósvaka[53] og ekki síst undir myllumerkinu #fakemelania.
Handasnertingar forsetahjónanna
breytaÞá eru ótal myndbönd í umferð sem sýna Melaniu færast undan þegar Donald Trump reynir að halda í hönd hennar við opinber tilefni og hafa kennismiðir notað myndböndin sem rök fyrir þeirri hugmynd að Melaniu líki illa við eiginmanninn[54][55].
Tilvísanir
breyta- ↑ Jordan, Mary (30. september 2015). „Meet Melania Trump, a new model for first lady“. Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Ken Otterbourg (ágúst 2016). „The Mystery that is Melania Trump“. The State. Sótt nóvember 2020.
- ↑ „Why the presidential candidates' spouses are the most interesting ever“. Newsweek (enska). 14. mars 2016. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ FashionModelDirectory.com, The FMD-. „Melania Knauss - Fashion Model | Models | Photos, Editorials & Latest News | The FMD“. The FMD - FashionModelDirectory.com. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Melania Trump modeled in US prior to getting work visa“. AP NEWS. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Jamieson, Amber (5. ágúst 2016). „Melania Trump denies working unlawfully as model in US on improper visa“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Washington, District of Columbia 1100 Connecticut Ave NW Suite 1300B; Dc 20036. „PolitiFact - Melania Trump will be the first non-U.S. born first lady since?“. @politifact (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Meet the Only First Lady Before Melania Trump Not to Have Been Born in the U.S.“. Time. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Alexander, Harriet (20. janúar 2017). „Who is First Lady Melania Trump - and how will she take to the role?“. The Telegraph (bresk enska). ISSN 0307-1235. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Collins, Lauren. „Who Is Melania Trump?“. The New Yorker (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „O Melaniji je prvi poročal Dolenjski list“. Dolenjski list (slóvenska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Melania Trump“. Biography (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Vitamins and Caviar: Getting to Know Melania Trump“. Bloomberg.com (enska). 17. ágúst 2015. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Tednik CELJAN“. celjan.si. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Afterword“, Melania and Michelle, Red Lightning Books, bls. 171–182, 1. september 2019, doi:10.2307/j.ctvn5tvtd.12, ISBN 978-1-68435-098-8
- ↑ Peretz, Evgenia. „Inside the Trump Marriage: Melania's Burden“. Vanity Fair (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ CNN, Betsy Klein. „Melania Trump's sister shows rare behind-the-scenes look“. CNN. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ News, A. B. C. „A Glimpse of Melania Trump's Childhood in Slovenia“. ABC News (enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Melania Trump Interview“. DuJour (bandarísk enska). 17. maí 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. nóvember 2020. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Wellington, Elizabeth. „Melania Trump only the second Catholic first lady to meet a pope“. https://www.inquirer.com (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Bojar Požar. Melania Trump - The Inside Story: The Potential First Lady. Zalozba Ombo d.o.o. Ljubljana. bls. 111-113.
- ↑ „Melania Trump's Past Took Her From A River Town In Slovenia To Trump Tower“. HuffPost (enska). 12. febrúar 2016. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Kessler, Glenn; Lee, Michelle Ye Hee. „Fact-checking the second day of the 2016 Republican National Convention“. Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Melania Trump Juggles Motherhood, Marriage, and a Career Just Like Us | Parenting“. web.archive.org. 14. janúar 2017. Afritað af uppruna á 14. janúar 2017. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „10 things you should know about Melania Trump“. The Fiscal Times. janúar 2017. Sótt nóvember 2020.
- ↑ Charles, Marissa (16. ágúst 2015). „Melania Trump would be a first lady for the ages“. New York Post (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Collins, Lauren. „Who Is Melania Trump?“. The New Yorker (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Wilkie, Christina (19. júlí 2016). „Melania Trump's Claims She Graduated From College Are About As Credible As Her Speech Last Night“. HuffPost (enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Peretz, Evgenia. „Inside the Trump Marriage: Melania's Burden“. Vanity Fair (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Ioffe, Julia. „Melania Trump Speaks! Her Rise, Her Family Secrets, and Her True Political Views: "Nobody Will Ever Know"“. GQ (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Peretz, Evgenia. „Inside the Trump Marriage: Melania's Burden“. Vanity Fair (bandarísk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Donald Trump responds to Melania's newly-surfaced racy photo shoot“. New York Post (bandarísk enska). 1. ágúst 2016. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Melania Trump - the First Lady in our nude photo shoot“. British GQ (bresk enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ „Donald Trump responds to Melania's newly-surfaced racy photo shoot“. New York Post (bandarísk enska). 1. ágúst 2016. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Snell, Kelsey. „White House website promotes Melania Trump's modeling and jewelry line“. chicagotribune.com. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Friedman, Lindsay (25. febrúar 2016). „Melania Trump's Business Leanings and 4 Other Things You Should Know About the Potential First Lady“. Entrepreneur (enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ O'Callaghan, Lauren (21. júlí 2017). „Melania Trump net worth revealed: Donald Trump's wife sitting on THIS much cash“. Express.co.uk (enska). Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Snell, Kelsey. „White House website promotes Melania Trump's modeling and jewelry line“. chicagotribune.com. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Kevin G. Hall. „White House says Melania isn't still in business. So why are her companies still active?“.
- ↑ „Trump Escalates Culture War | Voice of America - English“. www.voanews.com (enska). Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ „Trump heats up culture war in appeal to Wisconsin voters“. AP NEWS. 18. september 2020. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Kelly, Caroline. „Secretly recorded tapes show Melania Trump's frustration at criticism for family separation policy and her bashing of Christmas decorations“. CNN. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Stephanie Winston Wolkoff. Melania and Me. Gallery Books; Illustrated edition (September 1, 2020). ISBN 1982151242.
- ↑ Vincent, Isabel (31. júlí 2016). „Melania Trump like you've never seen her before“. New York Post (bandarísk enska). Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ „BE BEST“. The White House (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. nóvember 2020. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ „Trump's latest attack on Greta Thunberg was sexist, ableist – and perhaps jealous“. the Guardian (enska). 12. desember 2019. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Tumulty, Karen. „Opinion | Melania Trump's indefensible defense of her bully husband“. Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Stephanie Winston Wolkoff. Melania and Me. Gallery Books; Illustrated edition (September 1, 2020). ISBN 1982151242.
- ↑ Kranz, Michal. „Melania Trump's security detail at Trump Tower cost taxpayers more than $100,000 a day“. Business Insider. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Cut, The. „Melania Trump Wore a $51,500 Dolce & Gabbana Jacket in Sicily“. The Cut (bandarísk enska). Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Collman, Ashley. „Melania Trump's former friend says the first lady wore the controversial 'I really don't care, do u?' jacket to the US border to get media attention“. Business Insider. Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ Caldera, Camille. „Fact check: Images show Melania Trump, not a body double“. USA TODAY (bandarísk enska). Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ „Melania Trump replacement conspiracy theory“, Wikipedia (enska), 13. nóvember 2020, sótt 19. nóvember 2020
- ↑ ELLE.com (23. október 2020). „Melania Trump Ripped Her Hand Away From Donald Trump's After the Debate“. ELLE (bandarísk enska). Sótt 19. nóvember 2020.
- ↑ „Awkward video shows Trump repeatedly trying to hold Melania's hand“. The Independent (enska). 17. ágúst 2020. Sótt 19. nóvember 2020.
Fyrirrennari: Michelle Obama |
|
Eftirmaður: Jill Biden |