Meistarakeppni karla í knattspyrnu 2016

Meistarkeppni karla í knattspyrnu 2016, meistarar meistaranna, var spilaður þann 25. apríl 2016 á Valsvellinum. Bikarmeistarar Vals og íslandsmeistarar FH áttust þá við. Leikurinn var jafn og spennandi og eftir 90 mínútna leik var staðan jöfn 3-3 og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Valsmenn betur og fögnuðu sínum níunda sigri í meistarakeppni KSÍ.[1]

Leiklýsing

breyta

Leiklýsing er byggð á textalýsingu Fótbolti.net. Texti innan gæsalappa er tekin beint úr texta Fótbolti.net[2]

  • 2 mín: FH kemst yfir með marki frá Sam Hewson. „Atli Viðar skallaði boltann fyrir fætur Hewson sem lúrði rétt utan teigs og skoraði hann af öryggi. Fyrsta alvöru sókn leiksins.“
  • 18 mín: Kristinn Freyr Sigurðsson jafnar metin fyrir Val með marki úr vítaspyrnu sem að dæmd var á Kassim Doumbia eftir að hann handlék knöttinn innan teigs. „Kristinn sendir Stjána í vitlaust horn. Öruggt var það.“
  • 21 mín: Valsmenn komast yfir með marki frá Sigurði Agli Lárussyni. „Viðsnúningur í lagi hjá Valsmönnum. Bjarni Ólafur sendir boltann á Sigurð sem lyftir boltanum listilega yfir gamla manninn í markinu og Valsmenn eru skyndilega komnir yfir.“
  • 59 mín: FH-ingar jafna metin með marki frá Atla Guðnasyni. „Davíð Þór þræðir boltann fallega á Atla Guðnason sem klárar mjög vel undir Ingvar Þór. Fallega spilað. Game on!“
  • 81 mín: Atli Guðnason kemur FH í 3-2. „FH komið aftur yfir. Davíð Þór á gull af sendingu á Atla Guðna sem klárar heldur betur snyrtilega undir Ingvar Kale.“
  • 89 mín: Guðjón Pétur Lýðsson jafnar metin úr aukaspyrnu rétt utan teigs sem að dæmd var á Steven Lennon. „Og þvílíkt mark. Yfir vegginn, undir slánna og steinlá inni. Kristján átti ekki mögulega. Frábær aukaspyrna.“

Leikskýrsla

breyta
25. apríl 2016
19:15 GMT
  Valur (7) 3 – 3 (4) FH   Valsvöllur, Ísland
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Kristinn Freyr Sigurðsson   17' (víti)

Sigurður Egill Lárusson   21'
Rasmus Steenberg Christiansen   45'
Sigurður Egill Lárusson   57'
Sindri Björnsson   75'
Guðjón Pétur Lýðsson   85'
Guðjón Pétur Lýðsson   90'

Leikskýrsla Sam Hewson   2'

Atli Guðnason   60'
Atli Guðnason   82'

    Vítaspyrnur  
Kristinn Freyr Sigurðsson  
Sigurður Egill Lárusson  
Guðjón Pétur Lýðsson  
Sindri Björnsson  
4 - 3
5 - 3
6 - 4
7 - 4
  Steven Lennon
  Bergsveinn Ólafsson
  Emil Pálsson
 

Fróðleikur

breyta
  • Hinn 44. ára Kristján Finnbogason stóð í marki FH-inga í leiknum. Hann varð 45. ára tveimur vikum seinna.
  • Sigur Valsmanna var sá sjötti í jafn mörgum leikjum. Liðið tapaði seinast leik meistara meistaranna árið 1989 gegn Fram[3]



Fyrir:
2015
Meistarakeppni karla Eftir:
2017

Tilvísanir

breyta
  1. „Valsmenn meistarar meistaranna“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2017. Sótt 26 apríl 2016.
  2. „Valur 7 - 4 FH“. Fótbolti.net. Sótt 26 apríl 2016.
  3. „Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989“. Fréttablaðið. Sótt 27 apríl 2016.