Meistarakeppni karla í knattspyrnu 2016
Meistarkeppni karla í knattspyrnu 2016, meistarar meistaranna, var spilaður þann 25. apríl 2016 á Valsvellinum. Bikarmeistarar Vals og íslandsmeistarar FH áttust þá við. Leikurinn var jafn og spennandi og eftir 90 mínútna leik var staðan jöfn 3-3 og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Valsmenn betur og fögnuðu sínum níunda sigri í meistarakeppni KSÍ.[1]
Leiklýsing
breytaLeiklýsing er byggð á textalýsingu Fótbolti.net. Texti innan gæsalappa er tekin beint úr texta Fótbolti.net[2]
- 2 mín: FH kemst yfir með marki frá Sam Hewson. „Atli Viðar skallaði boltann fyrir fætur Hewson sem lúrði rétt utan teigs og skoraði hann af öryggi. Fyrsta alvöru sókn leiksins.“
- 18 mín: Kristinn Freyr Sigurðsson jafnar metin fyrir Val með marki úr vítaspyrnu sem að dæmd var á Kassim Doumbia eftir að hann handlék knöttinn innan teigs. „Kristinn sendir Stjána í vitlaust horn. Öruggt var það.“
- 21 mín: Valsmenn komast yfir með marki frá Sigurði Agli Lárussyni. „Viðsnúningur í lagi hjá Valsmönnum. Bjarni Ólafur sendir boltann á Sigurð sem lyftir boltanum listilega yfir gamla manninn í markinu og Valsmenn eru skyndilega komnir yfir.“
- 59 mín: FH-ingar jafna metin með marki frá Atla Guðnasyni. „Davíð Þór þræðir boltann fallega á Atla Guðnason sem klárar mjög vel undir Ingvar Þór. Fallega spilað. Game on!“
- 81 mín: Atli Guðnason kemur FH í 3-2. „FH komið aftur yfir. Davíð Þór á gull af sendingu á Atla Guðna sem klárar heldur betur snyrtilega undir Ingvar Kale.“
- 89 mín: Guðjón Pétur Lýðsson jafnar metin úr aukaspyrnu rétt utan teigs sem að dæmd var á Steven Lennon. „Og þvílíkt mark. Yfir vegginn, undir slánna og steinlá inni. Kristján átti ekki mögulega. Frábær aukaspyrna.“
Leikskýrsla
breyta25. apríl 2016 19:15 GMT | |||
Valur | (7) 3 – 3 (4) | FH | Valsvöllur, Ísland Dómari: Gunnar Jarl Jónsson |
Kristinn Freyr Sigurðsson 17' (víti)
Sigurður Egill Lárusson 21'
|
Leikskýrsla | Sam Hewson 2'
Atli Guðnason 60'
|
Vítaspyrnur | |||
Kristinn Freyr Sigurðsson Sigurður Egill Lárusson Guðjón Pétur Lýðsson Sindri Björnsson |
4 - 3 5 - 3 6 - 4 7 - 4 |
Steven Lennon Bergsveinn Ólafsson Emil Pálsson |
Fróðleikur
breyta- Hinn 44. ára Kristján Finnbogason stóð í marki FH-inga í leiknum. Hann varð 45. ára tveimur vikum seinna.
- Sigur Valsmanna var sá sjötti í jafn mörgum leikjum. Liðið tapaði seinast leik meistara meistaranna árið 1989 gegn Fram[3]
Fyrir: 2015 |
Meistarakeppni karla | Eftir: 2017 |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Valsmenn meistarar meistaranna“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2017. Sótt 26 apríl 2016.
- ↑ „Valur 7 - 4 FH“. Fótbolti.net. Sótt 26 apríl 2016.
- ↑ „Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989“. Fréttablaðið. Sótt 27 apríl 2016.