Mehmed 6.
Mehmed 6. (محمد السادس, Meḥmed-i sâdis, وحيد الدين, Vahideddin á Ottómantyrknesku) (14. janúar 1861 – 16. maí 1926) var 36. og síðasti soldán Tyrkjaveldis. Hann ríkti í fjögur ár, frá 1918 til 1922. Sem bróðir Mehmeds 5. og elsti karlmeðlimur Osmanættarinnar varð Vahideddin erfingi að krúnunni eftir að fyrri erfinginn framdi sjálfsmorð árið 1916.[1] Hann steig á valdastól þann 4. júlí 1918 eftir dauða bróður síns, soldánsins. Mehmed var sonur Abdúl Mejid 1. soldáns og Gülüstü Hanım, abkasískrar aðalskonu.[2] Mehmed var steypt af stóli þegar tyrkneska soldánadæmið var leyst upp árið 1922.
| ||||
Mehmed 6.
محمد السادس | ||||
Ríkisár | 27. apríl 1918 – 3. júlí 1922 | |||
Skírnarnafn | Mehmed bin Abdul Mecid | |||
Fæddur | 14. janúar 1861 | |||
Dolmabahçe-höll, Istanbúl | ||||
Dáinn | 16. maí 1926 | |||
Sanremo, Ítalíu | ||||
Gröf | Tekkiye-moska, Damaskus, Sýrlandi | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Abdúl Mejid 1. | |||
Móðir | Gülüstü Hanım | |||
Börn | Münire Sultan, Fenire Sultan, Fatma Ulviye Sultan, Rukiye Sabiha Sultan, Şehzade Mehmed Ertuğrul |
Æviágrip
breytaVahideddin fæddist í Dolmabahçehöll í Konstantínópel.[3][4]
Valdatíð
breytaFyrri heimsstyrjöldin var reiðarslag fyrir Tyrkjaveldi. Bretar og aðrir Bandamenn höfðu hertekið Bagdad, Damaskus og Jerúsalem í stríðinu og meirihluta Tyrkjaveldis var skipt upp á milli evrópsku Bandamannanna. Á ráðstefnu í San Remo í apríl 1920 var Frökkum veitt verndarsvæði í Sýrlandi og Bretum í Palestínu og Mesópótamíu. Þann 10. ágúst 1920 skrifuðu fulltrúar Mehmeds undir Sèvres-samninginn, sem viðurkenndi verndarsvæðin og sjálfstæði konungsríkisins Hejaz.
Tyrkneskir þjóðernissinnar höfnuðu friðarsáttmálunum sem fulltrúar soldánsins höfðu samþykkt. Ný ríkisstjórn, tyrkneska þjóðþingið undir stjórn Mústafa Kemal, var stofnuð í Ankara þann 23. apríl 1920. Nýja ríkisstjórnin fordæmdi stjórn Mehmeds 6. og forystu Süleyman Şefik Pasja á soldánshernum. Fyrir vikið var bráðabirgðastjórnarskrá samin.
Útlegð og dauði
breytaTyrkneska þjóðþingið leysti upp soldánadæmið þann 1. nóvember 1922 og rak Mehmed 6. frá Konstantínópel. Mehmed yfirgaf Tyrkland á bresku herskipi þann 17. nóvember og fór í útlegð til Möltu. Hann bjó seinna á ítölsku rivíerunni.
Þann 19. nóvember 1922 var frændi Mehmeds og erfingi Abdülmecid Efendi kjörinn kalífi og varð þar með nýtt höfuð Osmanættarinnar sem Abdúl Mejid 2. þar til kalífadæmið var einnig leyst upp af þjóðþinginu árið 1924.
Mehmed lést þann 16. maí árið 1926 í Sanremo á Ítalíu og var grafinn í Tekkiye-mosku Súleimans mikla í Damaskus.[5]
-
Mehmed 6. yfirgefur Dolmabahçe-höll eftir að soldánadæmið er leyst upp.
-
Mehmed 6.
Tilvísanir
breyta- ↑ Freely, John, Inside the Seraglio, 1999, Chapter 16: The Year of Three Sultans.
- ↑ Harun Açba (2007). Kadın efendiler: 1839-1924. Profil.
- ↑ Chisholm, Hugh, ritstjóri (1911), The Encyclopædia Britannica, 7. árgangur, „Constantinople, the capital of the Turkish Empire“.
- ↑ Britannica, Istanbul Geymt 18 desember 2007 í Wayback Machine:When the Republic of Turkey was founded in 1923, the capital was moved to Ankara, and Constantinople was officially renamed Istanbul in 1930.
- ↑ Freely, John, Inside the Seraglio, published 1999, Chapter 19: The Gathering Place of the Jinns
Fyrirrennari: Mehmed 5. |
|
Eftirmaður: Soldánaveldi leyst upp Kemal Atatürk gerist þjóðhöfðingi sem forseti Tyrklands |