Sögur herlæknisins

Sögur herlæknisins (sænska: Fältskärns berättelser) er söguleg skáldsaga eftir finnska rithöfundinn Zacharias Topelius. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í dagblaðinu Helsingfors Tidningar 1851-1866 og síðan í bókarformi í fimm bindum 1853-1867. Verkið er safn af samtengdum sögum sem byggja á atburðum í sögu Svíþjóðar frá stórveldistímanum og síðar á 17. og 18. öld.

Titilsíða útgáfu frá 1899 með myndskreytingu eftir Carl Larsson og Albert Edelfelt.

Sögurnar skiptast í 15 frásagnir sem hver skiptist í nokkra kafla. Sögutími nær yfir ríkisár Gústafs 2. Adolfs, Kristínar Svíadrottningar, Karls 10. Gústafs, Karls 11., Karls 12., Úlriku Elenóru, Friðriks 1., Adolfs Friðriks og Gústafs 3.

Þýðingar

breyta

Matthías Jochumsson þýddi sögurnar á íslensku. Sjöunda frásagan, „Blástakkar“, kom út 1898 í ritröðinni Bókasafn alþýðu sem Oddur Björnsson prentari stóð fyrir í Kaupmannahöfn. Frásagnirnar komu síðan allar út á prenti í sex bindum á Ísafirði 1904-1909 sem hvert heitir eftir þeim Svíakonungi sem ríkti á sögutímanum. Þær voru endurútgefnar 1955 í þremur bindum. Hljóðbókaútgáfan Hlusta.is hóf að gefa þýðinguna út sem hljóðbók árið 2010 og Rafbókavefurinn hóf að gefa þýðinguna út á rafbókarformi 2014.

Tenglar

breyta