Mary McCormack
Mary McCormack (fædd Mary Catherine McCormack 8. febrúar, 1969) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Murder One og In Plain Sight.
Mary McCormack | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Mary Catherine McCormack 8. febrúar 1969 |
Ár virk | 1994 - |
Helstu hlutverk | |
Justine Appleton í Murder One Kate Harper í The West Wing Mary Shannon í In Plain Sight |
Einkalíf
breytaMcCormack er fædd í Plainfield, New Jersey. Stundaði hún nám við Trinity College í Hartford, Connecticut þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í ensku og myndlist. McCormack stundaði leiklistarnám við William Esper studio í New York-borg.[1]
Í júli 2003, þá giftist McCormack framleiðandanum Michael Morris og saman eiga þau þrjú börn.[2]
Ferill
breytaLeikhús
breytaMcCormack byrjaði leiklistarferil sinn tólf ára í uppfærslu á óperunni Amahl and the Night Visitors eftir Gian Carlo Menotti. Árið 1999 þá var hún gestaleikari í söngleiknum Cabaret við Studio 54 leikhúsið þar sem hún lék Sally Bowles.[3] Síðan árið 2008 þá lék hún persónuna Gretchen í leikritinu Boeing-Boeing sem hún var tilnefnd til Tony verðlaunanna sem besta leikkona í leikriti.[4]
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk McCormack var árið 1994 í sjónvarpsþættinum Law & Order. Árið 1995 þá var henni boðið hlutverk í glæpaþættinum Murder One þar sem hún lék Justine Appleton til ársins 2007.
McCormarck lék hinn sérstaka þjóðaröryggisráðgjafann Kate Harper í dramaþættinum The West Wing árin 2004-2006.
Árið 2008 þá var McCormack boðið aðalhlutverkið í lögregluþættinum In Plain Sight sem vitnaverndaralríkisfulltrúinn Mary Shannon, sem hún lék til ársins 2012.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk McCormack var árið 1994 í Miracle on 34th Street. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Private Parts, Deep Impact, True Crime, Mystery Alaska, East of A, Madison og For You Consideration.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1994 | Miracle on 34th Street | Myrna Foy | |
1995 | Backfire! | Sarah Jackson | |
1997 | Colin Fitz | Moira | |
1997 | Private Parts | Alison Stern | |
1997 | Father´s Day | Virginia Farrell | ónefnd á lista |
1997 | Life During Wartime | Sally | |
1998 | Deep Impact | Andrea Baker | |
1998 | Harvest | Alríkisfulltrúinn Becka Anslinger | |
1999 | Getting to Know You | Leila Lee | |
1999 | True Crime | Michelle Ziegler | |
1999 | Mystery Alaska | Donna Biebe | |
1999 | The Big Tease | Monique | |
2000 | Other Voices | Anna | |
2000 | The Broken Hearts Club: A Romantic Comedy | Anne | |
2000 | Gun Shy | Gloria Minetti Nesstra | |
2000 | East of A | Daphne | |
2001 | BigLove | Phoebe | |
2001 | High Heels and Low Lifes | Frances | |
2001 | World Traveler | Margaret | |
2001 | K-PAX | Rachel Powell | |
2002 | Full Frontal | Linda | |
2003 | Dickie Roberts: Former Child Star | Grace Finney | |
2005 | Madison | Bonnie McCormick | |
2006 | Right at Your Door | Lexi | |
2006 | For Your Consideration | Pílagrímskona | |
2007 | 1408 | Lily | |
2009 | Streetcar | Leikaravalsstjóri | |
2012 | Should´ve Been Romeo | Ellen | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1994 | Law & Order | Rickie | Þáttur: Doubles |
1995 | The Wright Verdicts | Beth Eckhart | Þáttur: Family Matters |
1997 | Murder One: Diary of a Serial Killer | Justine Appleton | Sjónvarpsmínisería |
1995-1997 | Murder One | Justine Appleton | 41 þættir |
2001 | More, Patience | Patience More | Sjónvarpsmynd |
2002 | Julie, Lydecker | Julie Lydecker | Sjónvarpsmynd |
2003 | K Street | Maggie Morris | 10 þættir |
2004 | Traffic | Carole McKay | Sjónvarpsmínisería ónefndir þættir |
2003-2006 | ER | Debbie | 6 þættir |
2004-2006 | The West Wing | Kate Harper | 48 þættir |
2008 | Law & Order: Criminal Intent | Mary Shannon | Þáttur: Contract |
2008-2012 | In Plain Sight | Mary Shannon | 61 þættir |
2012 | The Unprofessional | Hilary Pfeiffer-Dunne | Sjónvarpsmynd Í frumvinnslu |
Leikhús
breyta
|
|
Verðlaun og tilnefningar
breytaPrism verðlaunin
- 2009: Tilnefnd fyrir hlutverk sitt í dramaþætti fyrir In Plain Sight.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaþætti fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaþætti fyrir The West Wing.
Tony verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í leikriti fyrir Boeing-Boeing.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Mary McCormack“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. september 2012.
- Mary McCormack á IMDb
- Leikhúsferill Mary McCormack á Internet Broadway Database síðunni