Möðruætt

(Endurbeint frá Rubiaceae)

Möðruætt[1] (latína: Rubiaceae) er ein stærsta ætt blómplantna. Hún inniheldur 611 ættkvíslir og um 13.500 tegundir. Meðal tegunda sem tilheyra möðruætt er kaffirunninn (Coffea arabica).

Möðruætt
Blámaðra (Sherardia arvensis)
Blámaðra (Sherardia arvensis)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Maríuvandarbálkur (Gentianales)
Ætt: Möðruætt (Rubiaceae)
Type genus
Rubia
Ættkvíslir

611 talsins.

Flestar tegundir af möðruætt eru tré eða runnar sem lifa í hitabeltinu en sumar tegundir lifa í tempraða beltinu og eru graskenndar jurtir.[2]

Einkenni

breyta

Möðruætt er nokkuð fjölbreytt þegar kemur að plöntueinkennum. Flestar tegundir hafa einföld heilrend lauf sem vaxa gagnstæð eða kringstæð á stönglinum. Plönturnar hafa axlarblöð og sumar tegundir hafa kalsíum oxalat í blöðunum.[2]

Blómin eru undirsætin blóm og vaxa yfirleitt saman í klösum eða í hring í kringum stilkinn. Blómin hafa 4-5 laus bikarblöð, 4-5 laus krónublöð og 4-5 fræfla. Aldinið er klofaldin, hýðisaldin eða ber. Sumar tegundir hafa vængjuð fræ. Hitabeltistegundir hafa oft litrík og áberandi blóm en tegundir á tempruðum svæðum hafa frekar smá og lítið áberandi blóm.[2]

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Ágúst H. Bjarnason (2014). Plöntuættir. Sótt þann 21. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 The Seed Site (án árs). Rubiaceae - the bedstraw family. Sótt þann 22. júlí 2019.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.