Möðruætt
Möðruætt[1] (latína: Rubiaceae) er ein stærsta ætt blómplantna. Hún inniheldur 611 ættkvíslir og um 13.500 tegundir. Meðal tegunda sem tilheyra möðruætt er kaffirunninn (Coffea arabica).
Möðruætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blámaðra (Sherardia arvensis)
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Type genus | ||||||||||
Rubia | ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
611 talsins. |
Flestar tegundir af möðruætt eru tré eða runnar sem lifa í hitabeltinu en sumar tegundir lifa í tempraða beltinu og eru graskenndar jurtir.[2]
Einkenni
breytaMöðruætt er nokkuð fjölbreytt þegar kemur að plöntueinkennum. Flestar tegundir hafa einföld heilrend lauf sem vaxa gagnstæð eða kringstæð á stönglinum. Plönturnar hafa axlarblöð og sumar tegundir hafa kalsíum oxalat í blöðunum.[2]
Blómin eru undirsætin blóm og vaxa yfirleitt saman í klösum eða í hring í kringum stilkinn. Blómin hafa 4-5 laus bikarblöð, 4-5 laus krónublöð og 4-5 fræfla. Aldinið er klofaldin, hýðisaldin eða ber. Sumar tegundir hafa vængjuð fræ. Hitabeltistegundir hafa oft litrík og áberandi blóm en tegundir á tempruðum svæðum hafa frekar smá og lítið áberandi blóm.[2]
Myndir
breyta-
Blóm gulmöðru hafa fjögur krónublöð og fjóra fræfla.
-
Krossmaðra hefur kransstæð blöð.
-
Blöð kaffirunnans eru gagnstæð og blómin vaxa í hring utan um stilkinn.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ágúst H. Bjarnason (2014). Plöntuættir. Sótt þann 21. júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 The Seed Site (án árs). Rubiaceae - the bedstraw family. Sótt þann 22. júlí 2019.