Dýragras (fræðiheiti: Gentiana nivalis) er einær jurt af maríuvandarætt. Blómin eru dökkblá eða fjólublá og 1 til 2 sentimetra löng en 7 til 8 millimetra í þvermál. Bikarblöðin eru 5 talsins. Alls verður jurtin 4-12 sm há.

Dýragras

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Gentianales
Ætt: Maríuvandarætt (Gentianaceae)
Ættkvísl: Bjölluvendir (Gentiana)
Tegund:
G. nivalis

Tvínefni
Gentiana nivalis
L.

Lýsing breyta

Stundum stirnir af blóminu eins og það sé þakið glimmeri. Þegar krónan verður fyrir áreiti lokast hún fáum sekúndum, sem skýrir hvers vegna margt fólk heldur að dýragras sé pödduæta.

Dýragras vex í móum eða á snöggum flötum; gjarnan þar sem beitarþungi er mikill.

Heiti dýragrass breyta

Hugsanlega hefur heiti dýragrass verið ýmist hið dýra gras eða digragras sem svo hefur afbakast í dýragras. Önnur þekkt nöfn á dýragrasi eru svo karlmannstryggð, arnarrót og bláin. Það er sagt gróa þar sem huldufólk býr.

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.