Makbeð Skotakonungur

Makbeð (miðaldagelíska: Mac Bethad mac Findlaích; skosk gelíska: MacBheatha mac Fhionnlaigh; f. í kringum 1005 – d. 15. ágúst 1057) var konungur Skotlands frá 1040 til 1057.

Skjaldarmerki Mýræfisætt Konungur Skotlands
Mýræfisætt
Makbeð Skotakonungur
Makbeð
Ríkisár 4. ágúst 1040 – 15. ágúst 1057
SkírnarnafnMac Bethad mac Findlaích
FæddurÍ kringum 1005
Dáinn15. ágúst 1057
 Lumphanan eða Scone
GröfIona
Konungsfjölskyldan
Faðir Findláech
Móðir Donada
DrottningGruoch

Makbeð er þekktastur sem aðalpersónan í samnefndu leikriti eftir William Shakespeare. Í leikriti Shakespeares er Makbeð sýndur sem illmenni, valdaræningi og harðstjóri sem fremur hvert morðið á fætur öðru til þess að ná völdum og treysta sig í sessi. Leikritið gefur ekki rétta mynd af hinum sögulega Makbeð, sem er almennt talinn hafa verið góður konungur.[1]

Æviágrip

breyta

Makbeð var jarl í héraðinu Mýræfi, eða Moray, og náfrændi skoska konungsins Dungaðs. Þeir Dungaður voru systrasynir og mæður þeirra báðar dætur Melkólfs 2. Skotakonungs. Eiginkona Makbeðs var Gruoch, sem var jafnframt ekkja fyrri jarlsins af Mýræfi, Gille Coemgáins. Makbeð hafði drepið Gille Comgáein til að hefna föður síns en hafði síðan kvænst Gruoch og tekið son þeirra, Lulach, í fóstur.[2]

Árið 1040 fór Dungaður konungur með her sinn til Mýræfis og hélt til orrustu gegn Makbeð. Dungaður féll í orrustunni og Makbeð, sem hafði álíka sterkt tilkall til krúnunnar og Dungaður, varð nýr konungur Skotlands. Sonur Dungaðs, Melkólfur, flúði til Englands.[2]

Makbeð ríkti sem konungur Skotlands (þá Konungsríkisins Alba) í sautján ár. Á valdatíð sinni samræmdi Makbeð lög og lagabálka og tókst tvisvar að sigrast á innrásarherjum Englendinga sem vildu koma Melkólfi, syni Dungaðs, til valda í Skotlandi. Fyrra skiptið var eftir orrustu nálægt Birnham-skógi nálægt bænum Perth.[2]

Kenningar eru um að Karl Hundason, skoskur konungur sem ritað er um í Orkneyinga sögu, sé annað nafn á Makbeð.[2]

Árið 1054 réðst Sívarður jarl í Norðymbralandi inn í Skotland með það að markmiði að koma Makbeð frá völdum. Makbeð tapaði gegn Sívarði í orrustu við Dunsinane og þurfti að láta af hendi mikið landsvæði í suðurhluta Skotlands. Makbeð hélt þó völdum fyrst um sinn.[2]

Þremur árum síðar sneri Sívarður hins vegar aftur ásamt Melkólfi Dungaðssyni og vann lokasigur gegn Makbeð í orrustu við Lumphanan, nálægt Aberdeen. Makbeð barðist sjálfur í orrustunni en særðist illa og lést úr sárum sínum nokkrum dögum síðar.[2]

Stjúpsonur Makbeðs, Lulach, varð konungur Skotlands í stuttan tíma eftir orrustuna en Melkólfur tók síðan við.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Makbeð fái uppreisn æru“. Vísir. 3. febrúar 2005. Sótt 8. febrúar 2023.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Illugi Jökulsson (4. febrúar 2023). „Hver var Makbeð?“. Heimildin. Sótt 8. febrúar 2023.


Fyrirrennari:
Dungaður 1.
Konungur Skotlands
(4. ágúst 104015. ágúst 1057)
Eftirmaður:
Lulach