Maccabi Tel Aviv
Maccabi Tel Aviv Football Club er Ísraelskt knattspyrnufélag frá borginni Tel Avív, og hluti af Maccabi-samtökunum. Mörg íþróttafélög og lið í Tel Aviv eru í tengslum við Maccabi og keppa í ýmsum íþróttagreinum, svo sem knattspyrnu körfubolta, júdó, sund, Handbolta og fleiri greinum.
Félagið var stofnað árið 1906 (sem HaRishon Le Zion-Yafo), en eftir að félagið flutti sig til Tel Avív breyttu þeir nafni félgsins í Maccabi Tel Aviv. Merking nafnsins Maccabi er – 'Það er engin eins og þú meðal guða' – , í merki félagsins er stjarna Davíðs sem tákn um Gyðinglegan uppruna félagsins. Maccabi Tel Aviv hafa unnið langflesta titla allra ísraelskra félaga eða 23 talsins.
Maccabi Tel Aviv er eina félagið í Ísrael sem hefur aldrei fallið niður um deild og eitt af þremur Ísraelskum félögum sem tekist hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Einn Íslendingur hefur leikið fyrir félagið, Viðar Örn Kjartansson,sem lék 62 leiki fyrir þá gulu og skoraði í þeim 32 mörk.
Maccabi Tel Aviv Football Club (Maccabi Knattspyrnufélag Tel Aviv) | |||
Fullt nafn | Maccabi Tel Aviv Football Club (Maccabi Knattspyrnufélag Tel Aviv) | ||
Stytt nafn | Macabi | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 1906 (sem HaRishon LeZion-Yaffo) | ||
Leikvöllur | Bloomfield Stadium, Tel Avív | ||
Stærð | 29.400 | ||
Stjórnarformaður | Jack Angelides | ||
Knattspyrnustjóri | Vladimir Ivić | ||
Deild | Ísraelska úrvalsdeildin | ||
2023-24 | 1. sæti | ||
|
Titlar
breyta- Ísraelska Úrvalsdeildin (25): 1935–36, 1936–37, 1941–42, 1946–47, 1949–50, 1951–52, 1953–54, 1955–56, 1957–58, 1966–68, 1969–70, 1971–72, 1976–77, 1978–79, 1991–92, 1994–95, 1995–96, 2002–03, 2012–13, 2013–14, 2014–15, 2018–19, 2019-20, 2023-24
- Bikarmeistarar (24): 1929, 1930, 1933, 1941, 1946, 1947, 1954, 1955, 1958, 1959, 1964, 1965, 1967, 1970, 1977, 1987, 1988, 1994, 1996, 2001, 2002, 2005, 2015, 2021
- Asíumeistarar (2): 1968–69, 1970–71